Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 18

Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 18
hafði fleygt þeim. En hildir fundust hvergi, og við þau tíðindi skipti Guðríður litum. Aðrir sáu ekki háska neinn, þótt hundur eða hrafnar hefðu dregið hildirnar burt, cn Guðríður sagði, að kom- inn væri annar verri. Það var ekki nýlunda, að Guðríður tautaði fleira en hægt vat að taka mark á. En ekki var því vant, að nú hafði hún fá eða engin svör, þó að ég og fleiri yrtu á hana, og hún tók að signa varinhellu, bæjargöng cndilöng, fjósdyrahcllur og einkum kring- um básinn hennar Hjálmu, og óx kerlingu enn þjóstur við að koma þangað og segir loks: ,,Það kemur hér einhver í dag, þessi andskoti hefur komið á undan manninum og étið hildirnar og riðið svo blessaðri skepn- unni.“ Hvorki þorði ég né þurfti að spyrja, hvaða naut það hcfði ver- ið. Um sumarið hafði ég vcrið að kvöldlagi að sækja kýrnar út hjá Berhólum, og lá þokuslæðingur kyrr yfir mýrarfit við suður- horn Langavatns tæpum kílómetra norðar en ég stóð. Heyrði ég þá langdregið baul norðan úr þokubeltinu og geðillt viðbragð var að heyra í lok þess gauls, og þóttu mér eyrnahreyfingar Hjálmu sýna misþokka hennar á, og hún var vitur. Þetta sagði ég ömmu minni og Guðríði á eftir við mjaltirnar, og fannst þeim báðum fjarstæða að ætla, að kýr Hvammabænda neðan fyrir heiði gætu verið svo langt að heiman að kvöldlagi sem baulið var. Guðríður hélt það Þorgeirsbola - „og ekki vildi ég ríða Dauðhylsvað í kvöld.“ Vaðið er rétt við fitina. Aldrei hafði Geitafellsá, sem er lítil, grandað manni nema í Dauðhyl þessum ofan vaðsins, þar sem yfir var farið í átt til bæjar að Langavatni. Amma aftók, að Guðríður færi að koma því inn hjá mér, að þessi kálfur, sem hefði víst vcrið að flækjast milli bæja í þoku, væri mannafylgja og óvættur, og dróst það því um nótt, að ég fengi að heyra sögu Guðríðar um Þorgeir og ættir frá honum og andstæðingum hans, en nautið fór oft fyrir niðjum hvorratveggja. Aldrci fékkst hún til að segja mér, hvað af hlytist, ef Þorgeirsboli drykki blóð eða æti eitthvað blóðfullt cins og hildir, og kvað vcra særingamanna einna að skilja það. Enn varð mér annt um að vita, hvort Þorgeirsbola væri ekki 16 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.