Goðasteinn - 01.09.1969, Page 20

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 20
Æviminningar Klemenzar Kr. Krist]ánssonar Vinnumenska og lýðsknlanám Framhalcl frá síðasta hcfti. Kle/nenz Kr. Kristjánsson zz ára. Þegar ég var orðinn kaupamaður á Stóra-Hofi hjá þeim sæmdar- hjónum Guðmundi Þorbjarnarsyni og Ragnhildi Jónsdóttur konu hans, mátti vart segja, að ég væri fullgildur karlmaður til hey- skaparstarfa. Ég var smávaxinn og kraftalítill, en hafði áhuga á því að duga eftir beztu getu. Verst þótti mér þó, að ég var ekki baggatækur. Fyrsta verk mitt var að rcka lömb á fjall, því að þetta sumar var fært frá og var það í síðasta skipti, sem það var þar gert. Ég undraðist gróðurleysi Rangárvallaafréttar cg mér var efst í huga, að lítið væri fyrir marga munna þessara litlu lamba, er grátandi fóru frá mæðrum sínum og áttu nú að lifa það sem eftir var sumars móðurlaus. Sumarið 1912 var allgott til heyskapar, og vann ég við hann auk þess, sem ég smalaði kvíánum flesta daga. Um haustið var ég atvinnulaus og að litlu að hverfa í Reykjavík. Varð það því 18 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.