Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 23

Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 23
var ckki hátt, aðeins kr. 100,00 yfir vertíðina og svo fæði, húsnæði og þvottur fata. Þetta var önnur vertíð mín í Vestmannaeyjum og sú síðasta, því að síðan ég fór þangað um lokin 1915 hef ég ekki þangað komið. Einnig var þá lokið vinnumennskuferli mínum. Um vorið réðst ég sem fullgildur kaupamaður til Guðmundar, því að nú ætlaði ég mér ekki að vera í vinnumennsku lengur. Hafði ég helzt í huga að fara á einhvern skóla mér til menningarauka. Mátti það varla lengur dragast, því að vorið 1915 varð ég 20 ára að aldri. Kom helzt til álita að fara til Reykjavíkur um haustið á lýðskólann að Bergstaðastræti 3. Síðari hluta sumars 1915 fékk ég snert af heilahimnubólgu og var talsvert þungt haldinn um tíma. Guð- mundur Guðfinnsson læknir á Stórólfshvoli hjálpaði mér til heilsu aftur, svo að ég gat farið að vinna, eftir að hafa verið frá í næst- um þrjár vikur. í byrjun október kvaddi ég húsbændur mína á Stóra-Hofi, lagði af stað fótgangandi til Reykjavíkur og var tvo daga á leiðinni. Ég bar hnakktösku með farangri mínum. Það hefði ég ekki átt að gera, því að ég fékk slæman verk í vinstri öxl og upp í höfuð aftanvert, er suður kom. Þoldi ég ekki að lesa, og virtist sú veiki, er ég lá í um sumarið, hafa tekið sig upp aftur. Ég leitaði þriggja lækna í Reykjavík, en það reyndist árangurslaust. Faðir minn þekkti Lárus Pálsson hómópata og fór með mig til hans. Eftir að hafa skýrt Lárusi frá veikindum mínum, lagði hann mér lífsreglur, sem ég fylgdi nákvæmlega. Lét hann mig bæði fá meðul til inn- töku og ráðlagði einnig sjóböð. Ekki mátti ég líta í bók, en liggja á bakið. Eftir rúma viku var ég orðinn alheill og tók til við nám í skólanum sem fullfrískur maður. Stundaði ég námið af áhuga og held ég, að það hafi komið mér að góðum notum. Skólastjóri lýðskólans í Bergstaðastræti 3 var þá Ásmundur Gestsson kennari. En þenna skóla hafði Ásgrímur Magnússon kennari stofnað rétt eftir aldamótin. Hann andaðist 1912, en skólanum var haldið áfram lengi eftir það. Um vorið 1916 stundaði ég byggingarvinnu á ýmsum stöðum í Reykjavík og nágrenni og var meðal annars við fjósbyggingu á Vífilsstöðum. En um sumarið fór ég í kaupavinnu að Brciða- Godaste'mn 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.