Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 35

Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 35
við stefnum, hvert sé hið raunverulega markmið þjóðarinnar í nútíð og framtíð, og vinna síðan markvisst að því. Ganga má út frá því að meginþorri hugsandi fólks í landinu hafi það sem markmið að vilja halda áfram að byggja upp og iifa menningarlífi í frjálsu og sjálfstæðu landi. Við höfum hlut- verki að gegna gagnvart forfeðrum okkar, sögu og landi. Við höfum líka hlutvcrki að gegna gagnvart öðrum þjóðum og heims- menningunni allri. Við erum ábyrgir fyrir varðveizlu og fram- haldi cinstæðs og stórmerks menningararfs, sem er ekki ómcrkur þáttur hinnar norrænu og vestrænu menningar í heild. Því skul- um við gera okkur Ijóst, að á okkur hvílir mikill vandi, og einnig að við náum aldrei góðum árangri, ncma með samstilltum átök- um og mikilli og markvissri vinnu. Það sannast hér sem í öðru, að ekkert, sem máli skiptir, fæst nema nokkuð sé fyrir því haft. Hér getur aldrei þrifizt og dafnað neitt happdrættisþjóðfélag. Að trúa slíku er blindni og skammsýni. Við skulum því gera okkur ljósa grein fyrir vandamálunum og bregðast því næst við þeim með viðeigandi og samstilltum að- gerðurn. Hér duga engin vettlingatök. Hefja þarf allt, sem þjóðlegt cr, til vegs og virðingar. Nota skal fjölmiðlunartæki cins og bækur, blöð, útvarp, sjónvarp og kvikmyndir til að hamra sífelit á ágæti þjóðlegrar menningar, ís- Icnzkra atvinnuvega, innlends framtaks, fegurðar lands okkar og kosta þess. Hið sama skal gcrt í skólunum frá fyrstu stigum upp til háskóla og gegnsýra alla fræðslu og skólastarf mcð þjóðlegum anda og stöðugri áherzlu á ábyrgð okkar og skyldum við landið og þjóöina í fortíð og framtíð. Hið sama skal gilda um hvers konar félagsstörf. Þar skal og hinn þjóðlegi andi svífa yfir vötn- unum. íslenzkum atvinnuvegum skal mikill sómi sýndur og gert að hcilagri skyldu að vernda þá, efla og styðja sem bezt. Sífellt þarf að brjóta upp á nýjum viðfangsefnum til eflingar iandi og lýð og standa skal dyggan vörð um tungu, bókmenntir, gæði lands og sjávar og hvaðeina, sem gildi hcfur fyrir menningu okkar og athafnalíf. Aðkallandi er að uppvaxandi kynslóð fái ríku- leg tækifæri til að vinna afrek og drýgja dáðir, leggja þarf áherzlu Godastein/i 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.