Goðasteinn - 01.09.1969, Page 38

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 38
Þegar ég fvrir 13 árum var að brjótast í því að komast í kennslu eftir tveggja ára hlé frá því starfi, var ekki margra kosta völ. Vitanlega hafði ég sótt um kennarastöðu í Reykjavík, en engan vinning hlotið í því happdrætti eins og svo margir. Þá var að svipast um eftir stað, jafnvcl þótt hann væri á einhverju lands- horninu. Það þýddi ekki að setja fram kröfur um alla hluti, hcld- ur varð að hlíta því, sem bauðst, eða verða af brauðinu ella. Líklega hefðu ungir kcnnarar gott af því að kynnast fyrst á starfs- ferlinum því ekki allra fullkomnasta, eitthvað líkt því, scm starfs- bræður þeirra hafa reynt. Þeir mundu við það fá aukinn skilning á kjörum þjóðarinnar. Þetta mundi verða þeim góður viðbótar- skóli. Ekki cr ég þó hér að mæla sérstaklega með frumstæðum skilyrðum við kennslu eða önnur störf, en hitt er ég sannfærður um, að sá, sem aðeins kynnist hægð og þægindum, fer á mis við margt. Ég segi bara fyrir mig, að ekki vildi ég nú hafa farið á mis við þá rcynslu, sem ég hlaut á einum stuttum vetri í skóla- héraði á Suðurlandi, og ég kem brátt að. Dvölin þar kenndi mér býsna margt, sem fjölbýlið hefði aldrei getað veitt mér. Eftirfarandi frásögn er studd hcimildum dagbókar minnar, en cinnig minni mínu. Sumum kann að finnast hcldur skammt um liðið til að gera úr tímaritsgrein, en það verður þá að hafa það. Og að þessum formála loknum, er bezt að láta dagbókina tala með örlitlu ívafi minninga. Ég hringdi í Helga Elíasson, fræðslustjóra. Það cr fimmtudagur 15. október 1953. Ég spurði Helga, hvort hann vissi af nokkurri kennarastöðu, helzt ekki langt frá höfuðstaðnum. Ekki gat Helgi nefnt ncinn sérstakan stað, en bað mig að hafa samband við Bjarna M. Jónsson námsstjóra, Skólatröð 4 í Kópavogi. Ég brá mér þangað frá hcimili mínu, sem var um þetta leyti í Tripoli- kamp 14 í Rcykjavík. Bjarni tjáði mér, að skólastjóra vantaði að heimangönguskólanum að Skarðshlíð, Austur-Eyjafjöllum. Þarna væri sjö mánaða skóli. Húsnæði fyrir fjölskyldumann taldi Bjarni að eríitt yrði að fá. Bcnti hann mér á að tala við Isleif Gissurar- son, hreppstjóra í Drangshlíð, formann skólanefndar. Leið nú og beið til laugardagsins 24. október, fyrsta vetrar- dags. Ég vann til hádegis í sementinu, en við afgreiðslu á þeirri 36 Guðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.