Goðasteinn - 01.09.1969, Qupperneq 38

Goðasteinn - 01.09.1969, Qupperneq 38
Þegar ég fvrir 13 árum var að brjótast í því að komast í kennslu eftir tveggja ára hlé frá því starfi, var ekki margra kosta völ. Vitanlega hafði ég sótt um kennarastöðu í Reykjavík, en engan vinning hlotið í því happdrætti eins og svo margir. Þá var að svipast um eftir stað, jafnvcl þótt hann væri á einhverju lands- horninu. Það þýddi ekki að setja fram kröfur um alla hluti, hcld- ur varð að hlíta því, sem bauðst, eða verða af brauðinu ella. Líklega hefðu ungir kcnnarar gott af því að kynnast fyrst á starfs- ferlinum því ekki allra fullkomnasta, eitthvað líkt því, scm starfs- bræður þeirra hafa reynt. Þeir mundu við það fá aukinn skilning á kjörum þjóðarinnar. Þetta mundi verða þeim góður viðbótar- skóli. Ekki cr ég þó hér að mæla sérstaklega með frumstæðum skilyrðum við kennslu eða önnur störf, en hitt er ég sannfærður um, að sá, sem aðeins kynnist hægð og þægindum, fer á mis við margt. Ég segi bara fyrir mig, að ekki vildi ég nú hafa farið á mis við þá rcynslu, sem ég hlaut á einum stuttum vetri í skóla- héraði á Suðurlandi, og ég kem brátt að. Dvölin þar kenndi mér býsna margt, sem fjölbýlið hefði aldrei getað veitt mér. Eftirfarandi frásögn er studd hcimildum dagbókar minnar, en cinnig minni mínu. Sumum kann að finnast hcldur skammt um liðið til að gera úr tímaritsgrein, en það verður þá að hafa það. Og að þessum formála loknum, er bezt að láta dagbókina tala með örlitlu ívafi minninga. Ég hringdi í Helga Elíasson, fræðslustjóra. Það cr fimmtudagur 15. október 1953. Ég spurði Helga, hvort hann vissi af nokkurri kennarastöðu, helzt ekki langt frá höfuðstaðnum. Ekki gat Helgi nefnt ncinn sérstakan stað, en bað mig að hafa samband við Bjarna M. Jónsson námsstjóra, Skólatröð 4 í Kópavogi. Ég brá mér þangað frá hcimili mínu, sem var um þetta leyti í Tripoli- kamp 14 í Rcykjavík. Bjarni tjáði mér, að skólastjóra vantaði að heimangönguskólanum að Skarðshlíð, Austur-Eyjafjöllum. Þarna væri sjö mánaða skóli. Húsnæði fyrir fjölskyldumann taldi Bjarni að eríitt yrði að fá. Bcnti hann mér á að tala við Isleif Gissurar- son, hreppstjóra í Drangshlíð, formann skólanefndar. Leið nú og beið til laugardagsins 24. október, fyrsta vetrar- dags. Ég vann til hádegis í sementinu, en við afgreiðslu á þeirri 36 Guðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.