Goðasteinn - 01.09.1969, Side 41

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 41
að komum við kl. rúmlega n um kvoldið, en lögðum af stað þaðan kl. 6.20. Gisti ég nú aðra nóttina hjá skólastjórahjónunum og leið vcl. Til Reykjavíkur komst ég með áætlun daginn eftir, mánudaginn 26. október. Næsta dag lallaði ég niður á Fræðslumálaskrifstofu, sem enn var til húsa í Arnarhvoli, en ekki eins og nú við þann krókveg, sem Borgartún heitir. Talaði við Ingimar Jóhannesson fulltrúa, Hann taldi mig fremur á að sækja um stöðuna eystra cn hitt, reyndar færi umsókn mín aðeins í Menntamálaráðuneytið, cn ekki til skólanefndar, eins og venja væri, þar sem svo áliðið var orðið. Umsókn skilaði ég síðan af mér miðvikudaginn 28. okt. Er ég lagði umsóknina á borðið hjá fræðslumálastjóra, hældi hann skrift minni og sagði eitthvað á þá leið, að ég skrifaði mjög góða rithönd, hvað sem hæft hefur verið í því. Daginn eftir var um- sókn mín komin niður í Menntamálaráðuneyti, því að nú þurfti víst að hafa hraðann á. Virtist nú ráðið, að ég fengi skólastjóra- stöðuna undir Fjöllum, svo að ég fór að gera ráðstafanir varð- andi flutning austur, leigði herskálann (braggann) ungum hjón- um. Beið svo cftir setningarbréfi fyrir stöðunni. Þótti að vísu leitt að þurfa að bíða, en taldi ckki rétt að flytja fyrr en pappírar væru klárir. Loksins fékk ég svo að vita það miðvikudaginn 11. nóv., að ég hefði verið settur skólastjóri í Austur-Eyjafjallaskólahverfi um eins árs skeið, frá 1. sept. 1953 að telja. Undir plaggið skrifuðu síðan ráðherra mcnntamála, Bjarni Benediktsson og skrifstofu- stjórinn í Menntamálaráðuneytinu, Birgir Thorlacius. Var þetta í þriðja sinn, sem ég var settur (auðvitað) til kcnnslu. „Skyldi það ckki duga til, að ég haldi kennslu áfram, a.m.k. nokkur ár?“, skrifaði ég í dagbók mína 11. nóv. Laugardaginn 14. nóvember átti ég tal við Bjarna M. Jóns- son námsstjóra í Fræðslumálaskrifstofunni. Ræddum við um vænt- anlegt starf mitt eystra. Nú var ég orðinn skólastjóri að nafninu til, en það hafði ég ekki reynt fyrr, og var mér því þörf ýmissa leiðbeininga. Tjáði Bjarni mér, auk ýmislegs, sem væntanlegt starf áhrærði, að nú hefði skólastofan í Skarðshlíð verið dúklögð og veggir hvíttaðir með „snowcem". Þóttu mér það góðar fréttir. Godasteinn 39

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.