Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 56

Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 56
vel um. Kúabólusetníngu hafði hann á hendi, og á ég enn bólu- attest frá honum, dagsett io. júlí 1894. Og það er einmitt í sam- bandi við bólusetningu, sem ég á fyrstu minningar um þcnna mann, blandnar ótta og vanþóknun. Það var svo, að ég var bólu- settur oftar en einu sinni án árangurs, og varð ég hræddur og gramur við þessa aðgerð. Ingimundur í Rofabæ varð í mínum augum hættulegur maður, sem vildi hrekkja og meiða öll börn. En svo rénaði þessi tilfinning með vaxandi viti. Eg var orðinn tíu ára. Þá kom Ingimundur einn morgun og bað míg að fara fyrir sig með blað um bæina í kring. „Þú getur lesið það fyrir þá, sem ekki geta það,“ sagði hann, „og svo skal ég ljá þér sögubók, þegar þú kemur aftur með blaðið." Þetta blað kvaddi öll börn að koma að Rofabæ til bólusetningar næsta dag. Já, mér hefur víst fundizt nokkur upphefð í því, að þessi maður treysti mér til þessa erindis - og svo; að eiga von á bók, það var nú ekki svo lítið. Erindi mínu gat ég lokið, og meðal margra annarra, var ég bólusettur þenna dag eins og bóluattestið vottar. Ingimundur fæddist að Rofabæ 1828, og munu ættir hans að mestu hafa verið innan héraðs. Kona hans var (1869) Ragnhildur Þorsteinsdóttir. Þau bjuggu fyrst að Oddum og svo að Rofabæ til ævíloka, en þau dóu bæði árið 1903, hún 2. des. og hann 20. s. m. Börn þeirra voru: Stefán hreppstjóri, Agnes og Þórey, öll dáin. Aldrei var auður nc híbýlaskraut á heimili þeirra hjóna, enda mun hugur Ingimundar fremur hafa hnigið að öðru en búskap. En greiðvikin og góðgjörðasöm voru þau hjón, oft meira en efni þoldu. Margur kom að Rofabæ svangur eða hryggur en fór þaðan saddur og hrcssari, þó naumar byrgðir væru þar í búi. Ingimundur var fjölfróður og kunni skil á mörgu, fornu og nýju, var vel að sér í lögum og réttarvenjum. Hann var því oft settur til að gegna sýslumannsstörfum og öðrum fremur kvaddur til ýmissa mála. Jafnan voru orð hans og álit mikils metin. Ég hygg að minni hafi verið traust og hugsun glögg til æviloka. Ekki þurfti hann alltaf að gá í almanakið, fingrarímið var honum tiltækt, hvenær scm var, en hann var einn af fáum, sem kunnu það, og svo var með fleiri fræðigreinar. 54 Godasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.