Goðasteinn - 01.09.1969, Page 57

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 57
Ég man eitt vetrarkvöld. Það hittist svo á, að Ingimundur og Friðfinnur Sigurðsson, þá bóndi í Háu-Kotey, voru samtímis staddir að Lágu-Kotey stundarkorn. Þó ég væri ungur, iagði ég eyru við, þegar þcssir aldurhnignu menn voru að bera saman sínar óskráðu „minnisbækur“, sem margt höfðu að geyma. Þá töldu þeir m. a. á fingrum sér, hvenær næst yrðu sumar- og góu- páskar. Þeim og áheyrendum þeirra mun hafa fundizt stundin þá fljót að líða, og ég býst við, að móðir mín hafi ekki sparað kaffi- sopann, sem og var vel þeginn. Sannarlega væri gaman að eiga rödd þcirra og rabb á segulbandi núna. Opinbera viðurkenningu hlaut Ingimundur fyrir störf sín. Hann var sæmdur heiðursmcrki dannebrogsmanna og prússnesku arnar- orðunni fyrir hjálp við þýzka skipbrotsmenn. Hefur það oft fallið í hlut Meðallandshreppstjóra að sjá um aðhlynningu strandmanna, sem örðugra var á allan hátt við aðstæður liðinnar aldar. Skaði er, hve margvíslegur fróðleikur og sagnir töpuðust við fráfall þessa margfróða manns. Míg grunar líka, að sitt af hverju hafi hann átt skrifað á lausum blöðum, sem ekki hafi verið farið um nógu mjúkunr höndum eftir lát hans. En í embættisbókum og skjalabögglum er ýmislegt, sem sýnir rithönd hans og rithátt. Ingimundur í Rofabæ og Rofabæjarhcimilið í hans tíð og síðar cr mér allhugstætt, og því eru þessar fáu línur skráðar, þegar ioo ár eru liðin frá því hann hóf búskap í þeirri sveit, sem hann helgaði allt sitt ævistarf. Eftir Ingimund varð Stefán sonur hans hreppstjóri Meðallend- inga, og nú er hreppstjóri þeirra Eyjólfur á Hnausum, tengdason- ur Agnesar Ingimundardóttur, en hún lifði lengst þeirra systkina. Hygg ég hún hafi erft mest af gáfum og kostum föður síns og vcrið að mörgu leyti líkari honum en hin systkinin, Stefán og Þórey. Þeim var ég líka vel kunnugur og að góðu einu. Goðasteinn 55

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.