Goðasteinn - 01.09.1969, Page 59

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 59
Mannlýsingar Vigfús Bótólfsson frá Borgarfelli í Skaftártungu kvaddi prest, sem flutti úr byggðum Vestur-Skaftafellssýslu, með þessari vísu: Far vel geistlegt fólk að vaðli, far vel, landið hreinsaðist. Mannorð burtu keyrt með kaðli, kemur aldrei, það er misst. Far vel syndugt flóakyn, far vel hræsnis yfirskyn, far vel drepsótt dyggðarinnar og dauðamörkin byggðarinnar. Einhverjum þótti þetta hart kveðið og spurði Vigfús, hvort hann myndi geta fundið þann mann til að yrkja um, sem ekkert ætti annað en hrós skilið. Vigfús kvað það auðvelt og orti þessa vísu um Jón Jónsson í Hlíð, sem þá var fyrir skömmu dáinn (d. 1838): Far vel, mannvin frábærasti, far vel trúrra laun að sjá. Flestra manna frí af lasti, framar vcnju, jörðu á. Ráðdeild, tryggð með röggsemd, ást, í raunum hjálp þín aldrei brást. Þá varst munstur manndyggðanna og merkisaðstoð landsbyggðanna. Hjá Jóni í Hlíð hafði verið mikið athvarf fátækra manna. Hcim- ilið var auðugt og vcl lagt í bú á haustin, allt að hundrað kindur að kjötum og slátrum og þrjú kcr mcð súru skyri. Tók hið stærsta þeirra 80 fjórðunga. Mikið af þessum forða var gefið fátæku fólki, er út á tók að líða. Sögn Kristínar Bjarnadóttur á Heiði á Síðu. Goðastemn 57

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.