Goðasteinn - 01.09.1969, Page 64

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 64
þegar hann var að alast upp í Eystri-Tungu, þá kom Daníel gamli nálega á hverju sumri og fékk þar fylgd út að Ytrahól. Hann var þá að hitta og tala við Vigdísi konu Sigurðar bónda þar. Hún hafði verið vinkona hans og nágranni, þegar hann bjó á Snotru, en hún var þá til heimilis á Skíðbakka. Sigurður sagði, að það hefði cftast komið í sinn hlut að fylgja gamla manninum. Hefði hann þá oft verið að lesa eitthvað fyrir munni sér og ævinlega úr Davíðssálmum. Guðríður móðir Guðna, föður Sigurðar, var systir Danícls. Daníel var fæddur 1806 og dó vorið 1894. Ekki man ég meira að segja frá Daníel á Arnarhóli. Arnoddur Arnoddur Magnússon bjó á vestri jörðinni á Arnarhóli, en af hvaða ástæðum hann fór þaðan hefur Jón Tómasson sagt frá í Sagnagesti. Sagt er, að honum hafi gengið heldur erfiðlega búskap- urinn, og má vera, að finna megi orsakir til þess. Samt stundaði hann sjóróðra eins og aðrir, en talið var, að hann hefði verið öðrum fremur sjóhræddur. Höfðu menn gaman af því að hvekkja hann, þar eð þeir vissu af þessum veikleika hans. Einhverju sinni bar svo við, að Jón Jakobsson bóndi og for- nraður á Bergþórshvoli var að koma frá Dröngum, en það skip, scm Arnoddur var á, var að fara til Draúga. Austankaldi var, svo bæði skipin gátu haft segl uppi, en þegar þau renna hvort fram hjá öðru, kallaði Jón: „Sitt fyrir hvorum leiðin lá, Arnoddur!“ Þá sagði Arnoddur við félaga sína: „Þetta var skitið orð á sjó. Það er víst bezt að snúa aftur.“ Einhvern tíma var það, að skip það, sem Arnoddur reri á, var statt við Dranga í hægu veðri. Arnoddur var í andófi og dottaði við árina. Á skipinu var líka maður, sem Friðrik Hannesson hét, gamansamur og fyndinn í orðum. Hann kallaði nú Upp: „Það meig svala á árina þína, Arnoddur!" Hann glaðvaknar við þetta og dottaði ekki meir. Það er smá sjófugl, sem heitir svala eða sæsvala og hefur víst átt egg í Dröngunum. Sjómenn, sem þar 62 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.