Goðasteinn - 01.09.1969, Side 65

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 65
voru að veiðum, höfðu veitt því athygli, að þegar svalan fór að flögra í loftinu, fór innan stundar að hvessa og ýfa sjó. Það vissi Arnoddur líka og hefur því búizt við, að brátt færi að hvessa. En svo sat þessi glettni í Arnoddi, að hann gegndi ekki kalli, þegar farið var að draga upp skipið, því hann vissi, að Friðrik yrði þar. Arnoddur átti 6 börn með konu sinni, Steinunni. Elzt þeirra var Albert Júlíus, síðar bóndi í Káragerði. Strax á barnsaldri var farið að nota hann til þess að gæta hesta þeirra, sem á sjó- inn fóru, og var það kallað að vakta. Fyrir það starf var jafnan greiddur hálfur hlutur. Svo bar við einhvern tíma, þegar menn voru að tygja sig í róður, að Jónas á Skákinni kom í bæ Arnodds á Arnarhóli. Þá geklc illa að koma Alberti litla á fætur, og kváð Jónas þessa vísu: Á Arnarhóli ungur mann Albert Júlíus fúinn, á fætur vill ei fara hann, að frjáisri náttúru rúinn. Hér ætla ég að setja vísu, sem nefnd eru í nöfn dætra Arnodds, cn lýsing á honum er alröng, því hann var hvítur í andliti cn ekki blár: Arnoddur cr allur blár, á hann líka dætur þrjár: Þuríður, Guðrún, það ég skil, það er líka Marín til. Ekki veit ég hver hefur gert þessa vísu, en svo kemur hér ein um Jón Arnoddsson; og er eflaust eftir Eggert Jónsson, sem síðar bjó á Strönd: Þrqkinn kaliinn, þó að von, þú berð állvel kæti, Jón, Arnoddar ertu son, einn með svall og læti. Göðasteinn 63

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.