Goðasteinn - 01.09.1969, Page 66

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 66
Jón þessi tók mormónatrú og fór til Ameríku. Eggert var víst um þetta leyti vinnumaður í Skipagerði. Það sannar þessi vísa, þó ártal sé ekki nefnt: Ef um nafnið einhver spur, ei þó lipurt verði, Eggert heiti og Jóns bur, cr frá Skipagerði. Arnoddi var útvegað Yztakot til ábúðar, er hann varð að fara frá Arnarhóli, en það er svo skrýtið, að við Yztakot var hann aldrei kenndur. Sjálfsagt hefur honum ekki gengið betur búskap- urinn þar, því vafalaust hefur áfram fylgt honum lestrarástríðan, og henni var kennt um bága afkomu hans á Arnarhóli. Á honum hefur því sannazt hið fornkveðna, að bókvitið verður ckki látið í askana. Það segir sig sjálft, að einhvern tíma hefur hann þurft að líta í bók, því að hann las sér að notum þrjú Norðurlanda tungumálin. En heldur ómildum orðum var um hann farið. Það sýnir þessi vísa: Arnoddur á Arnarhóli ekki er góður konu við. Sagt er hann klípi sár í bóli, sem menn kalla ljótan sið. Á vegginn hrindir veigagná, veður synda stigum á. Er hann mesti illskufíkur enginn finnst hans jafni líkur. Ekki var sparað að gera Arnoddi til hnjóðs og halda á lofti sögum honum til lítilsvirðingar. Er hér eitt dæmi þess: Einhverju sinni fór Steinunn kona Arnoddes að tala um það við hann að ná þyrfti í kekki til að gera við stallbálkinn hjá kúnum, en svo voru kallaðir þeir bekkir, sem hlaðnir voru undir jötuborðið hjá kúm og hestum, cn jötubekkir í fjárhúsum. Nú hittist svo á, að Arnoddur var að lesa í bók, sem hann var svo sokkinn ofaní, að 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.