Goðasteinn - 01.09.1969, Page 67

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 67
hann gat ekki hlaupið frá henni. Varð honum að orði í gremju: „Berðu þá sjálf heim f kjaftinum." Ot af þessu svari hans var þessi vísa gerð: Bóndinn einn hjá beljunum hálkinn átti að gera, cn konan heim í kjaftinum kekkina mátti bera. Það var einhverju sinni, þegar Þuríður dóttir Arnodds, var vinnukona í Teigi, að Arnoddur fór þangað um haust. Þá gaf Guðmundur húsbóndi hennar honum byrði sína af þarflegum munum. Það var komið kvöld, þegar hann á heimleiðinni gekk um Fíflholtshverfið. Þá vildi svo til, að honum skrikaði fótur með þeirn afleiðingum, að hann snerist um ökiann og fótbrotnaði. Hann var fluttur heim að Eystra-Fíflholti og lá þar mjög lengi, Þegar frá leið mestu kvölunum af meiðslinu, þótti Jónasi bónda í Fíflholti það mesti fengur að hafa Arnodd á heimilinu, því Jónas var maður skynsamur og fróðleiksfús en gaf sér aldrei tíma til neinna fræðistarfa. Eftir veru Arnodds í Fíflholti var Jónas manna fróðastur um alla hluti, að kalla mátti, bæði í stjörnufræði, landa- fræði og dýrafræði, svo eitthvað sé nefnt, og endaði sögur sínar þá oft með þessum orðum: „Svo sagði Arnoddur,“ eða: „Þetta sagði Arnoddur.“ Það voru fleiri en Jónas í Fíflholti, sem citthvað fræddust af Arnoddi. Ég lærði þessa vísu af Jónasi bónda í Suður-Fíflholtshjá- leigu, en hann lærði af Arnoddi: Biblía heitir bókin sú, sem bækur hefur sjötíu og tvær, kapítula þúsund þrjú, þrjú hundruð og ellefu nær. Ekki veit ég hvaða ár það var, sem Arnoddur slasaðist, en svo bar við í réttum um 1890, að maður einn mciddist á fæti, svo það varð að flytja hann fótlama heim. Þá heyrði ég haft eftir Goðasteinn 65

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.