Goðasteinn - 01.09.1969, Side 72

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 72
Albert Albert J. Arnoddsson frá Arnarhóli byrjaði búskap sinn mcð unnustu eða konu sinni, Gunnhildi Pálsdóttur frá Eystra-Fíflholti, í Kotleysu í Stokkseyrarhreppi. Það mun hafa verið um 1880, því þá var Jóhanna dóttir Alberts fædd. Þá var venja þar að reka öll lömb og annað geldfé inná Flóamannaafrétt á sumrin. En útaf samrennsli fjárins á afréttinum, réttuðu Hreppa- og Fióa- mcnn í Skaftholtsréttum og drógu þar fyrst í sundur. Nú er það svo eitt haust, að Albert og cinhver nágranni hans leggja af stað daginn fyrir réttadaginn og komast upp að Kílhrauni og gista þar um nóttina. Þcir sváfu í gcstastofu, sem var öðrum megin bæjardyranna. Þeir risu upp fyrir dögun að líta eftir hcstum sínum, en þcgar þcir koma fram í bæjardyrnar, sem var dimmt í, sjá þeir þar tvo menn, sinn hvorum mcgin. Þeir voru svo bjartir, að það iýsti af þcini. Þá segir félagi Alberts: ,,Ætlar þú að halda áfram?“ og sneri við aftur inn í stofuna, en Albcrt hélt áfram milli mannanna og fór út og sakaði ekki. Þegar hann kom aftur, sá hann ckki neitt, en í því, að þcir Albcrt voru að leggja af stað, komu þangað tvcir menn, scm komust aðeins inn í bæjardyrnar á sama stað og mennirnir voru áður. Þetta voru þcir Ólafur bóndi á Dísastöðum og maður, scni síðar fórst mcð honum, mig minnir Guðbrandur að nafni. Þegar kom framundir jól, hittust þeir Albert og ferðafélagi hans lrá haustinu. Þá scgir Albert: „Hvað heldur þú, að það boði, scm við sáum í haust?“ Hinn svaraði: „Þeir cru báðir feigir, mennirnir,“ og það reyndist rétt, því Ólafur fórst í Þorlákshöfn m.eð öllum sínum mönnum á næstu vetrarvertíð. Snorri Snorri Grímsson bjó í Skipagerði. Hann var gildur bóndi að bú- stofni, átti marga sauði, fallega hesta og fór vcl mcð þá, því hann vildi alltaf vcra vel ríðandi, hvert sem hann fór, en tvær hryssur átti hann, sem hann hafði mestar mætur á, leirljósa og 70 Godaste'mn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.