Goðasteinn - 01.09.1969, Page 73

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 73
gráa. Þær voru taldar með mestu gæðingum þar um slóðir. Snorri var mörg ár formaður fyrir söndum og lukkaðist það vel; varð aldrei fyrir neinu óhappi alla sina formannstíð. Hann var talinn með færustu mönnum sinnar tíðar, kappsfullur með afbrigðum og afburða sláttumaður. Hann dáði ýmsa afreksmenn fornaldar- innar en mest af öllu Gretti Ásmundarson; sagði líka oft, þegar hann þurfti að finna orðum sínum staðfestu: „Sagði Grettir.“ Það hefði mátt semja langan spakmælalista yfir það, sem hann hafði eftir Grctti, en líklega hefur hann búið til mest af þeim sjálfur. Hann var mjög grassár og þoldi illa átroðning, ef farið var yfir engjarnar hjá honum. Einhvern tíma vildi svo til, að mcnn ofan úr sveitinni voru að koma úr kaupstaðarferð frá Vest- mannaeyjum rétt fyrir sláttinn. Þeir nenntu ekki að fara út fyrir Skipagerðisós en fóru fyrir austan Skipagerði og stefndu því á engjarnar hjá Snorra. Hann var úti við að höggva til spýtu, en þegar hann sá, hvert þeir stefndu, hljóp hann með öxina í hend- inni. Ekki náði hann þeim fyrr en þeir voru komnir upp í engjar. Þá var hann svo reiður, að hann hjó á silana hjá þeim og hleypti öllu niður af hestunum, svo allt lenti í troðningum, sem annars hefði lítið þurft að vera. Ekki fóru þeir þessa sömu leið í annan tíma, Snorra til meins. Einhvcrju sinni var Snorri í samreið mcð einhverjum. Hart var riðið, og þegar hleypt var á fulla ferð, varð Snorri siðastur. Hann var mæddur yfir þessum óförum sínum, en sagði sér til hugarhægðar: „Þeir hefðu séð það bezt, hvernig hefði farið, hefði ég verið á hcnni Ljósku minni, hclvítin þau arna.“ í kirkju sofnaði Snorri undir ræðu prestsins. Þá sagði hann, svo þeir heyrðu, sem nærri honum sátu: „Þá var ég á Grásu.“ I draumi hefur hann verið að segja frá einhverjum góðum spretti, sem Grása hcfur tckið með hann. Frá þessu sagði Guðni Gísla- son frá Krossi. Fyrst, þegar Englendingar fóru að kaupa hross hér á mörkuðum, borguðu þeir með gullpcningum, en það breyttist, þegar Lands- bankinn tók til starfa. Hann fékk þá gullið fyrir seðla, og með þeim voru hrossin borguð. Þá var það einhvern tíma, að Snorri seldi hross á markað. En þegar farið var að afhenda Snorra hross- Godaste'mn 71

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.