Goðasteinn - 01.09.1969, Qupperneq 73

Goðasteinn - 01.09.1969, Qupperneq 73
gráa. Þær voru taldar með mestu gæðingum þar um slóðir. Snorri var mörg ár formaður fyrir söndum og lukkaðist það vel; varð aldrei fyrir neinu óhappi alla sina formannstíð. Hann var talinn með færustu mönnum sinnar tíðar, kappsfullur með afbrigðum og afburða sláttumaður. Hann dáði ýmsa afreksmenn fornaldar- innar en mest af öllu Gretti Ásmundarson; sagði líka oft, þegar hann þurfti að finna orðum sínum staðfestu: „Sagði Grettir.“ Það hefði mátt semja langan spakmælalista yfir það, sem hann hafði eftir Grctti, en líklega hefur hann búið til mest af þeim sjálfur. Hann var mjög grassár og þoldi illa átroðning, ef farið var yfir engjarnar hjá honum. Einhvern tíma vildi svo til, að mcnn ofan úr sveitinni voru að koma úr kaupstaðarferð frá Vest- mannaeyjum rétt fyrir sláttinn. Þeir nenntu ekki að fara út fyrir Skipagerðisós en fóru fyrir austan Skipagerði og stefndu því á engjarnar hjá Snorra. Hann var úti við að höggva til spýtu, en þegar hann sá, hvert þeir stefndu, hljóp hann með öxina í hend- inni. Ekki náði hann þeim fyrr en þeir voru komnir upp í engjar. Þá var hann svo reiður, að hann hjó á silana hjá þeim og hleypti öllu niður af hestunum, svo allt lenti í troðningum, sem annars hefði lítið þurft að vera. Ekki fóru þeir þessa sömu leið í annan tíma, Snorra til meins. Einhvcrju sinni var Snorri í samreið mcð einhverjum. Hart var riðið, og þegar hleypt var á fulla ferð, varð Snorri siðastur. Hann var mæddur yfir þessum óförum sínum, en sagði sér til hugarhægðar: „Þeir hefðu séð það bezt, hvernig hefði farið, hefði ég verið á hcnni Ljósku minni, hclvítin þau arna.“ í kirkju sofnaði Snorri undir ræðu prestsins. Þá sagði hann, svo þeir heyrðu, sem nærri honum sátu: „Þá var ég á Grásu.“ I draumi hefur hann verið að segja frá einhverjum góðum spretti, sem Grása hcfur tckið með hann. Frá þessu sagði Guðni Gísla- son frá Krossi. Fyrst, þegar Englendingar fóru að kaupa hross hér á mörkuðum, borguðu þeir með gullpcningum, en það breyttist, þegar Lands- bankinn tók til starfa. Hann fékk þá gullið fyrir seðla, og með þeim voru hrossin borguð. Þá var það einhvern tíma, að Snorri seldi hross á markað. En þegar farið var að afhenda Snorra hross- Godaste'mn 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.