Goðasteinn - 01.09.1969, Page 75

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 75
Ékki vildi Jóhann ákvcða, hvort hcr hefði verið að verki trúin á þau ummæli, að skip skuli ekki farast á Hvalnessundi, sé það rétt farið, ef kirkjan er opin, eða þarna verið urn einbera tilviljun að ræða. Kirkjan horfir beint út að sundinu. Jóhann var 13 ár eða lengur vinnumaður hjá Snorra í Skipa- gerði. Hann var duglegur verkmaður og í alla staði trúr og þarf- ur þénari. Frá Skipagerði fór hann með heitmey sinni til bú- skapar að Berjaneshjáleigu. Hún var Ingunn Björnsdóttir frá Bakkakoti undir Eyjafjöllum, dugnaðar- og myndarmanneskja. Einhverju sinni fór Jóhann út á Eyrarbakka í kaupstaðarferð, eins og gerðist, og hafði með sér taminn hest, ágætan grip, sem hann vildi sclja. Allmargir menn söfnuðust að honum til að skoða hann og semja um verð á honum. Þá gengur þar fram hjá maður, búsettur á Bakkanum cn ættaður úr Rangárvallasýslu. Hann spurði: „Hvaðan er hesturinn?“ „Úr Landeyjunum,“ svaraði ein- hver. „Hann er uppalinn á jörðinni," sagði sá, scm spurði. Þá sagði Jóhann: „Það er, það er satt, ekki cr hann alinn upp á himnum.“ Allir viðstaddir fóru að hlæja, nema sá, scm spurði. Hann gekk í burtu þegjandi, því hann héit, að allir væru að hlæja að sér. Svona gat Jóhann oft komið með hcppileg orð gagnvart þcim, scm eitthvað veittust að honum. Frá Berjaneshjáleigu flutti Jóhann sökum sandfoks að Móeiðar- hvolshjáleigu. Þar bjuggu þau hjón, þar til börn þeirra voru upp- komin, en þau voru þrjú. Ólafur sonur þeirra var elztur. Hann var kominn á lýðháskóla í Noregi, fékk lömunarveiki og dó ung- ur. Margrét dóttir þeirra giftist austur í Skaftafellssýslu. Ársæll giftist Aðalhciði Pálsdóttur frá Vestra-Fíflholti. Þau byrjuðu bú- skap í vesturbænum á Kirkjulandi. Þangað fluttu gömlu hjónin cil þeirra, og með þeim fluttu þau að Ljótarstöðum í sömu sveit, og hjá þeim dóu gömlu hjónin í góðri elli, og þar með lýkur að scgja frá Jóhanni. Jónssyni. Goðasteinn 73

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.