Goðasteinn - 01.09.1969, Page 76

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 76
Ritdómur Þjóðsögur og sagnir Safnað hefur og skráð Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm Almenna bókafélagið 1962. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm var fædd á Kálfafellsstað í Skaftafellssýslu árið 1845. Forcldrar hcnnar voru síra Þorsteinn Einarsson og kona hans, Guðríður Torfadóttir. Síra Þorsteinn var hagleiksmaður mikill. Hann var prestur í 36 ár og alltaf á Kálfa- fellsstað, til æviloka, 1877. Frá 17-21 árs aldri var Torfhildur í Reykjavík að ýmsu námi og síðan í námsdvöl í Kaupmannahöfn. Hana langaði rnjög í latínuskólann í Reykjavík, en konur höfðu þá eigi réttindi til þcss að nema þar. Torfhildur giftist 1874 Jakobi Hólm verzlunarstjóra, en missti hann ári síðar. Liðlega þrítug að aldri fluttist Torfhildur síðan til Vesturheims. Þar (í Kanada) dvaldist Torfhildur í 13 ár. Hún nam pentlist, meðal annars að mála á pell með olíu og bronsi. Enn eru til í Reykjavík slíkir hlutir, auk málverka, er Toríhildur hcfur gert, og sýna þcir glöggt listfengi hennar. En cigi virðist sú íþrótt hafa orðið hcnni tekju- lind vestra. Kcnnsla ungra stúlkna og ritstörf síðar meir urðu aðalstörf Torfhildar Hólm. Þá er dvöl hcnnar erlendis lauk, festi hún heimili í Reykjavík. Eftir að hún komst á cfri ár, fékk hún ritstyrk frá alþingi og hélt til æviloka í einhverri mynd. Á þeim árum var nýlunda, að konur hlytu þess háttar hlunnindi og viður- kenningu. Þjóðsögurnar skráði Torfhildur að mestu leyti tvö fyrstu ár 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.