Goðasteinn - 01.09.1969, Side 80

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 80
var sá fyrsti er breiddi út þessa skoðun í Evrópu. Á tímum Róm- verja og Grikkja var því staðfastlega trúað, að lækningakraftur plantna færi eftir útlitinu. Þar var það trú manna, að efsti hluti plöntunnar, blóm og aldin, læknuðu höfuðveiki, miðhlutinn, stöng- ullinn, væri rétta meðalið við maga- og öðrum innanverkjum og rótin græddi öll sár útlimanna. Sú trú cr einnig gömul, að allir sjúkdómar stöfuðu af því, að illir andar eða jafnvel sjálfur djöfullinn hefðu tekið sér bólfestu í líkama hins sjúka. Af þessu leiddi, að djöflinum var mcinilla við allar lækningaplöntur og reyndi af frcmsta megni að sporna við notkun þeirra. Eitt ráða hans var að bíta stórt stykki af jarðstöngli einnar tegundarinnar til þess að eyða henni. Af þessu tiltæki djöfulsins er nafnið púkabit (á dönsku: djævelsbid )dreg- ið. Púkabit eða stúfa (Succisa praténsis), eins og hún er nú oftast nefnd, cr ein þeirra tegunda íslenzku flórunnar, sem hefur all af- markaða útbreiðslu. Hún er mjög algeng frá Fljótshverfi vestur að Markarfljóti, svo og í Vestmannaeyjum. Þar að auki hefur hún fundizt á fáeinum stöðum á suður- og suðvesturlandi, en er ófundin í öðrum landshlutum. Plantan vex upp af stuttum jarðstöngli, sem er þverstýfður að neðan, eins og áður er getið. Stofnblöð hennar eru oft mörg sam- an, odd- eða sporbaugótt, og geta orðið allstór. Stöngullinn er uppsveigður og er frá io til 40 cm á hæð. Hann er oftast ógreind- ur með 4 til 6 gagnstæðum blöðum. Efst á stöngulendanum eru mörg blóm þétt saman í kolli á sameiginlegum blómbeð, er minn- ir á körfu fíflanna. Við hvert blóm stendur stundum hreistur- kennd lítil flyksa, er kallast háblað. Við blómgunina falla þessi blöð af, og líkjast þau þá flösu í hári. Reyndin er líka sú, að blöð þessi hafa verið talin gott meðal til þess að losna við flösu, jafnvel freknur og ýmis óhreinindi í húðinni. Hér gætir sýnilega áhrifa Paracelsusar. Plantan hefur sennilega verið eitthvað notuð til lækninga hér á landi, þó að mér sé ekki vel kunnugt um það. En meðal grann- þjóða okkar á Norðurlöndum, svo og í Þýzkalandi, hefur hún verið notuð til ýmissa hluta í aldaraðir. 78 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.