Goðasteinn - 01.09.1969, Page 81

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 81
Seyði af blómum og rótum stúfunnar þótti gott við hósta, háls- bólgu og ásamt víni hið allra bczta meðal við sting í síðu. Stúfan bægði einnig frá mönnum illum öndum, því að vita- skuld var djöflinum meinilla við hana. Þá var hún og gefin kúm, ef blóð var í mjólk þeirra. Tíðkaðist þetta um langan aldur í Noregi. Stúfan þótti hið mesta töfragras. 1 Danmörku ráðlagði Henrik Kokborg (1819-1903), sem var eftirsóttur hómópati þar í landi, konum að setja stúfuna ásamt nokkrum plöntum öðrurn í poka og láta menn þeirra sofa á hcnni, ef þær héldu þá ótrúa sér. Átti ráð þctta að betrumbæta hugsunarhátt eiginmannanna, og leiða þá frá öllu ósiðlegu hugarfari. Stúfan vex helzt þar, sem nokkur rekja er í jörðu og snjór ligg- ur citthvað frameftir. Þess vegna er oft gróskumikið jurtastóð þar sem hana er að finna. Hún blómgast ekki fyrr en um og eftir miðjan júlí mánuð, og í sumum sumrum er komið iangt frani í ágúst, þegar hún loksins springur út. Stúfan ber falleg, blá blóm, stundum nærri hvít eða fjólublá, á einum eða fleiri blóm- stönglum. Þar sem hún vex, er hún nær alltaf í stórum breiðum og setur mikinn svip á gróðurlendið. Hún ætti því að vera flest- um lesendum Goðasteins vel kunn. Goðasteinn 79

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.