Goðasteinn - 01.09.1969, Side 88

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 88
íjöllum byggðasafninu í Skógum bollastein, scm þar hafði geymzt í húsum um nokkur ár og fundizt við jarðrask á hinu forna bæjar- stæði. Heimafólkið nefndi hann í gamni og alvöru hlautbolla, eins og víða hefur verið siður til á Islandi um áþekka bollastcina, grunna eða djúpa. Ekki ieizt mér stcinninn þesslegur, að hann hefði komið nærri heiðnu blóði en vart loku fyrir skotið, að hann hefði verið ljósakola. Steinninn sjálfur mælti þó gegn þeirri skoð- un. Ljósakolur úr steini eru yfirleitt heldur auðþekktar. Flestar bera þær merki þess að hafa borið eld, sem breytt hefur lit stcinsins og iitað hann ljósreyk. Margar ljósakolur eru með klöpp- uðum tanga, ti.1 að nota sem hald í daglegri notkun, og ekki ótítt, að klöppuð sé vör í kolubrúnina fyrir kveikendann, sem ljósið log- aði á, til að hvíla í. Feitar- eða kveikþró kolunnar þarf líka að ná einhverri lágmarksdýpt til þess að hún réttlæti koluheiti í munn.i safnmanns, sem handfjatlar og greinir hlutinn. Þarna er þó komið inn á svið, sem aldrei hefur verið rannsakað svo hcitið geti, laus ágizkun oft ráðið mati og greiningu. Bollasteinninn frá Ásólfsskála er nokkuð óreglulega lagaður en nálgast þó að vcra kringlóttur, mesta þvermál um 15,5 cm, minnsta þvermál um 14 cm. Flatvegur er höggvinn neðan á steininn. Hæð stcinsins upp á barm cr um 8,5 cm. Mesta dýpt skálar er um 1,4 cm, þvermál skálar um 11 cm. Þyngd steinsins er 3,9 kg. Efni hans cr blágrýti. Hann hlaut safnnúmer 2168. Hvergi vottar fyrir clds- eða sótlit á steininum, ekki er heldur feitarvott að finna í skálinni. Þykkt steinsins, miðað við dýpt skálar, mælir líka gegn því, að hér sé um ljósakolu að ræða. Lýsing Jóns forseta á Ólafs- stcini mælir með því, að hér sé steinn, sem hafi líkingu af brauð- hlcifi, og væri þetta þá neðsti Ólafssteinninn af þremur. Á Ásólfsskála var Ólafskirkja í kaþólskum sið, og vígt hús stóð þar fram undir lok 16. aldar. Fyrsti máldagi kirkjunnar er hcimfærður til 1179 í Fornbréfasafni. Því mætti bæta hér við, að úr fórum Vigfúsar Sigurðssonar á Ásólfsskála fékk byggðasafnið eitt miðaldainnsigli, er fundizt hafði þar á bænum. Bcr það latínuáletrun, er Magnús Már Lárus- son prófessor hefur ráðið: Innsigli Sigurðar Vigfússonar. Hér hafa þá komið í leitir tveir miðaldagripir frá bæ Ásólfs alskiks. Urn 86 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.