Goðasteinn - 01.09.1969, Page 89

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 89
lcið hefur íslenzk mannfræði auðgazt unt einn mann og íslenzkar minjar um enn eitt helgitákn hins hrjáða konungs, Ólafs Haralds- sonar, sem vann sigur í dauða og ríkti yfir norrænni kristni um 500 ár. Steinn Vigfúsar Sigurðssonar er fljótt á litið heldur ólögulegur grjóthnullungur, en í ljósi trúar og sögu getur hann brúað alda- haf og fært okkur á fund þeirra manna, sem áttu heill sína undir hcilögum Ólafi kóngi og fyrirbón hans í ríki himnanna. Úr handraðanum Ef þú telur fugla á flugi, máttu ekki telja „einn, tveir, þrír“ o. s. frv. Ekki man ég hvers vegna. Hret, scm kemur snemma á hausti nefnist haustkálfur og átti að boða góðan vetur. Þar af er komið máltækið: „Snemma gýtur góður vetur kálfi.“ „Að rembast cins og rjúpa við staur.“ Ef spýtu er stungið nið- ur í rjúpuhreiður, þá rembist hún við að verpa spýtuna í kaf, en hún deyr, þegar eggin eru orðin 20. Guðlaugur E. Einarsson. Pað er gaman Gaman að hafa góðan penna, á góðan pappír orðum renna, í góðum fáki fjörið kenna og fljóðin góð um mitti spcnna. Árni Ingvarsson á Mið-Skála, 1942. Goðasteinn 87

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.