Úrval - 01.03.1978, Side 36
ÚRVAL
i4
Archie byggði 28 herbergja höll í
Hapstead. Gracie hafði andstyggð á
því, af því henni fannst það bera vitni
um flottræfilshátt. Hún gat heldur
ekki hugsað sér að þurfa alltaf að sýna
sfnar bestu hliðar með því að koma
fram við formlegar góðgerða-
samkomur. Kvöld eitt dýfði
gestgjafinn par sem hún var stödd,
brauðinu í súpuna sína, og Gracie gat
ekki á sér setið: ,,Mér hefur verið sagt
að þetta megi aldrei gera.” Hann
svaraði: „Skeyttu engu um hvað þér
hefur verið sagt, góða. Ef þér finnst
gott að hafa brauðið í súpunni —
fyrir alla muni láttu þá andskotans
brauðiðí hana!”
Slitin bönd
Þetta ráð gaf Gracie hugrekki til að
yflrgefa Archie og taka að lifa sínu
eigin lífi. Seinna leitaði hún eftir
skilnaði frá honum. En peningarnir
héldu áfram að streyma inn. Hátind-
urinn kom, þegar hún réðist til
Twentieth Century-Fox til að leika í
fjómm kvikmyndum fyrir 200
þúsund pund — ,,hæstu laun sem
nokkurn tíma hafa verið greidd
nokkurri manneskju” — og metið á
núverandi peningagildi um tvær
milljónir punda.
Uppskurður á henni seinna, sem
batt enda á vonir hennar um að verða
.móðir, varð vendipunktur. Nálægð
dauðans vakti henni skilning á
trúnni. Og nú, þegar hún syngur
helgisöng, svo sem í Stars on Sunday
dagskránni í sjónvarpinu. meinar hún
hvert orð.
Skömmu eftir að stríðið braust út
gekk hún að eiga Monty Banks, litla,
fjöruga ítalann, sem hafði stjórnað
mörgum þeim kvikmyndum, sem
hún hafði leikið í. Vinir hennar
vöruðu hana við og leiddu henni fyrir
sjónir, að hann yrði að fara frá Bret-
landi áður en Ítalía segði því stríð á
hendur, eða hann yrði settur inn sem
hættulegur óvinur. Hann neitaði að
fara án hennar. ,,Eg unni landi mfnu
og ég unni manni mínum,” sagði
hún, , ,svo ég fór bil beggja.
Hún þáði boð um að syngja í
Kanada til fjáröflunar fyrir þá, sem
voru hjálpar þurfi af völdum
stríðsins, og Monty fór til Bandaríkj-
anna, þar sem hann hafði fengið
vilyrði fyrir borgararétti. Tvær
Kanadaferðir öfluðu nærri hálfrar
milljónar punda, en milli þeirra
dvaldi hún viku í Kaliforníu hjá
Monty — og bresku blöðin réðust á
hana af mikilli grimmd og sökuðu
hana um að hafa svikið Bretland og
smyglað fjármunum sínum úr landi.
Seinna mótmælti fjarmálaráðuneytið
þessum ásökunum opinberlega, en
Gracie var særð og undrandi.
Hún sneri aftur heim til að syngja i
verksmiðjum og herbúðum, en kveið
því hvernig tekið yrði á móti henni.
En hún þurfti engu að kvíða. Þegar
starfsmenn skipasmíðastöðvar í
Glasgow fréttu að hún ætlaði að
koma fram i annarri skipasmíðastöð
hótuðu þeir að leggja niður vinnu
nema hún kæmi líka til þeirra.
Næstu fjögur ár skemmti hún