Úrval - 01.03.1978, Síða 89
LANDID FORDÆMDA
87
að komast til baka. Þú veist hvað við
verðum að gera til að halda í okkur
lífinu.”
Já, Mertz vissi það. Augu hans
voru dökk og alvarleg. ,Já,” sagði
hann. ,,Við verðum að éta hund-
ana.”
Heimkynni illviðranna
Þetta var á tímum heimskautaleið-
angranna miklu — Peary og Henson í
norðri, Shackleton, Scott og
Amundsen í suðri — og hetju-
sögurnar af görpunum kveiktu
ímyndunaraflið hjá mörgum ungum
manninum víða um heim.
Douglas Mawson var fæddur í
Yorkshire, en var aðeins tveggja ára.
þegar foreldrar hans fluttu tii
Astralíu. Hann var mjög góður jarð-
fræðingur og 26 ára gamall réðst
hann í leiðangur Ernest Shackleton til
Suðurskautslandsins 1907-09- En
hann fylgdi Shackleton ekki í
mislukkaðri tilraun hans til að
komast á pólinn. Verkefni Mawsons
voru tvö: Að klífa Erebusfjall, eina
virka eldfjallið, sem vitað var um á
Suðurskautslandinu, og að fínna
suðursegul-skautið. Sá leiðangur einn
varð röskir tvö þúsund kílómetrar —
sem út af fyrir sig var afrek. En það
var Erebusfjall, sem hafði mest áhrif á
hann.
Ásamt tveimur öðmm bauð hann
hættunum birginn og kleif fjallið,
3751,5 metra hæð upp af íssléttunni.
Þeir komust að því að gígurinn var
þrisvar sinnum dýpri en gígur Vesúví-
usar og meira en hálfur annar
kílómeter í þvermál milli brúna. I
botninum var spmnga, og rösklega
100 metra ofan í henni kraumuðu
jarðeldarnir. Gosmökkurinn stóð um
300 metra í loft upp, með logandi
ösku og glóandi klettum, sem eld-
fjallið þeytti frá sér. Það var kraft-
urinn í jarðeldunum innan um allt
þetta frost, sem heillaði Mawson.
I vestri — í stefnu á suðurpólinn —
var hinn endalausi, sagtennti fjall-
garður, sem liggur þvert yfir Suður-
skautslandið og á engann sinn líka í
víðri veröld að tignarleik. Handan
hans, þúsundir kílómetra til vesturs,
var endalaust, hvítt land, sem enginn
hafði stigið fæti á.
Það var þarna, sem Mawson fylltist
löngun til að fara um landið handan
fjallanna, að kanna fannvíddir þess,
strendur og innlönd, að finna ein-
manaleik landsins, hafinn yfir ailt
tímaskyn.
Þess vegna var það, að þegar
Robert Scott bauð honum með í
heimskautaleiðangur sinn 1910,
afþakkaði Mawson. Það var mikill
Ijómi kringum leiðangur Scotts,
förinni var heitið á neðsta punkt
heimsins. En Mawson var fullur af
vitneskjunni um hina ókönnuðu
strandlengju undan bakdyrum
Ástralíu.
,,Ég hef séð fjallakeðjuna miklu,
sem gengur suður Viktoríuland,”
skrifaði hann. ,,Ég hef gengið um
þessi ísfjöll og séð klettana, sem upp
úr standa, og þeir geta verið efna-