Úrval - 01.03.1978, Qupperneq 89

Úrval - 01.03.1978, Qupperneq 89
LANDID FORDÆMDA 87 að komast til baka. Þú veist hvað við verðum að gera til að halda í okkur lífinu.” Já, Mertz vissi það. Augu hans voru dökk og alvarleg. ,Já,” sagði hann. ,,Við verðum að éta hund- ana.” Heimkynni illviðranna Þetta var á tímum heimskautaleið- angranna miklu — Peary og Henson í norðri, Shackleton, Scott og Amundsen í suðri — og hetju- sögurnar af görpunum kveiktu ímyndunaraflið hjá mörgum ungum manninum víða um heim. Douglas Mawson var fæddur í Yorkshire, en var aðeins tveggja ára. þegar foreldrar hans fluttu tii Astralíu. Hann var mjög góður jarð- fræðingur og 26 ára gamall réðst hann í leiðangur Ernest Shackleton til Suðurskautslandsins 1907-09- En hann fylgdi Shackleton ekki í mislukkaðri tilraun hans til að komast á pólinn. Verkefni Mawsons voru tvö: Að klífa Erebusfjall, eina virka eldfjallið, sem vitað var um á Suðurskautslandinu, og að fínna suðursegul-skautið. Sá leiðangur einn varð röskir tvö þúsund kílómetrar — sem út af fyrir sig var afrek. En það var Erebusfjall, sem hafði mest áhrif á hann. Ásamt tveimur öðmm bauð hann hættunum birginn og kleif fjallið, 3751,5 metra hæð upp af íssléttunni. Þeir komust að því að gígurinn var þrisvar sinnum dýpri en gígur Vesúví- usar og meira en hálfur annar kílómeter í þvermál milli brúna. I botninum var spmnga, og rösklega 100 metra ofan í henni kraumuðu jarðeldarnir. Gosmökkurinn stóð um 300 metra í loft upp, með logandi ösku og glóandi klettum, sem eld- fjallið þeytti frá sér. Það var kraft- urinn í jarðeldunum innan um allt þetta frost, sem heillaði Mawson. I vestri — í stefnu á suðurpólinn — var hinn endalausi, sagtennti fjall- garður, sem liggur þvert yfir Suður- skautslandið og á engann sinn líka í víðri veröld að tignarleik. Handan hans, þúsundir kílómetra til vesturs, var endalaust, hvítt land, sem enginn hafði stigið fæti á. Það var þarna, sem Mawson fylltist löngun til að fara um landið handan fjallanna, að kanna fannvíddir þess, strendur og innlönd, að finna ein- manaleik landsins, hafinn yfir ailt tímaskyn. Þess vegna var það, að þegar Robert Scott bauð honum með í heimskautaleiðangur sinn 1910, afþakkaði Mawson. Það var mikill Ijómi kringum leiðangur Scotts, förinni var heitið á neðsta punkt heimsins. En Mawson var fullur af vitneskjunni um hina ókönnuðu strandlengju undan bakdyrum Ástralíu. ,,Ég hef séð fjallakeðjuna miklu, sem gengur suður Viktoríuland,” skrifaði hann. ,,Ég hef gengið um þessi ísfjöll og séð klettana, sem upp úr standa, og þeir geta verið efna-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.