Úrval - 01.03.1978, Side 93

Úrval - 01.03.1978, Side 93
LANDIÐ FORDÆMDA 91 Mawson hann í miðju og notaði helmingana sem skástoðir móti skíðunum, til að búa til uppistöðu íyrir tjaldið. Yfír þetta fleygðu þeir létttjaldinu og hæluðu brúnirnar niður í snjóinn og báðu þess að ekki gerði storm. Þeir kveiktu á prímusnum en fengu sér ekkert að borða. Þeir bræddu snjó í krús og Mertz bætti nokkrum dropum að alkóhóli út í. Þetta notuðu þeir til að lina hungrið og vom þakklátir fyrir ylinn af áfenginu. Eftir sex stundir kom nýr dagur með urrandi hundum, gelti og tanna- glamri. Þegar Mawson kom út, sá hann að Haldane og Johnson höfðu teygt tjóðurólarnar til heins ítrasta og nöguðu nú gamla sleðann í ákafa. Leðuról, sem var innan seilingar þeirra, var étin til hálfs. Þrír aðrir hundar börðust við að fá sinn skerf en náðu ekki. George veslingurinn gat ekki risið upp. Það gerði út um örlög hans. Mawson tók riffilinn, dró George bak við tjaldskýlið og skaut hann. Hann hélt lærvöðvunum og lifrinni eftir, en helminginn af því sem eftir var fór hann með til hundanna, ásamt hausnum og innvolsinu. Eftir fáeinar mínútur var ekkert eftir. Mennirnir höfðu margt að sýsla áður en þeir gætu fengið sinn skerf. Mertz skar skástoð af gamla sleðanum og tálgaði af mestu þolinmæði úr henni tvo spæni, síðan gerði hann við rekuna sem skilin hafði verið eftir af þvl að skaftið var brotið. Hann lagði spelkur við brotið og vafði með lampakveik. Mawson gerði drykkjar- krúsir úr tveimur notuðum dósum. Mawson taldi að snjórinn væri of mjúkur til að ferðast um hann að degi til, og að þeim yrði betur ágengt að nóttu til. Svo þeir fengu sér sinn árbít undir kvöldið. Mawson sagði: ,,Við höfum verið fimm vikur að komast hingað. Það tekur okkur tvo að minnsta kosti jafn langan tíma að komast til baka. Við höfum rétt um tíu daga matarskammt, svo við verð- um að minnka dagskammtinn okkar úr 1057 grömmum á dag í 250 grömm, og biðja þess að hundarnir reynist okkur nægilegt fóður til þess að geta haldið nógu hratt áfram.’ ’ Lærin af George voru steikt, og það var svo fitulaust að kjötið brenndist að utan. Þeir tóku sinn lærlegginn hvor. Þetta var ömurleg stund, þar sem þeir horfðust í augu og fúndu bragðið af tryggum vini á vömm sér. Þeir ætluðu að leggja af stað, þegar Mawson datt nokkuð í hug. ,,Við merktum ekki hve langt við komumst allt í allt,” sagði hann. ,,Ég gleymdi því vegna slyssins með Ninnis.” Nú tók hann fjöl úr gamla sleðanum, negldi á hana flaggið sem hann hafði flutt með sér og setti fjölina niður í snjóinn. Hann stóð réttur, tók ofan og sagði: ,,Ég helga krúnunni formlega þetta nýja, ósnortna land og nefni það — með fyrirvara um konunglegt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.