Úrval - 01.03.1978, Page 95

Úrval - 01.03.1978, Page 95
LANDID FORDEÆMDA 93 gagntekið alla hans vefí. Mawson reyndi að fela bragðið með því að saxa kjötið smátt og sjóða það í súpunni þeirra, en Mertz bauð samt við því. En hundunum sem eftir voru var rétt sama. Þeir rifu feldinn í sig á augabragði, muldu beinin og gleyptu innýflin eins og hugraðir sjakalar, gleyptu meira að segja tennurnar, Þeir félagar létu þess getið í dagbókinni, hve fegnir þeir hefðu verið að fá lifrina, sem var svo mjúk undir tönn. Þeir hituðu hana sitt hvorum megin þar til brunaskorpa tók að myndast, en gátu svo gieypt hana í bitum og töldu hana nærandi og uppbyggilega fæðu. Enda gátu þeir ekki vitað betur. Jafnvel þótt tilviljunin hefði hagað því svo, að þeir hefðu heyrt um þá trú eskimóa á norðurslóðum að lifur hvítabjarnarins og rostungsins væri hættuleg, eða hefðu þeir lesið rit könnuðarins mikla, Nansens, um menn sem talið var að dáið hefðu af því að éta lifur úr þessum dýrum, hefði það engu breytt. Þeir höfðu enga ástæðu til að tengja þessar upplýsingar við hundana. Það voru meira að segja átta ár óliðin þar til að efni uppgötvaðist, sem kallað var A-vítamín. Og þar frá enn 20 ár þar til læknavísindin gerðu sér grein fyrir hve hörmulegar afleið- ingar A-vítamin getur haft á manns- líkamann, sé þess neytt í óhófí. Einkennin eru svimi, óstöðugleiki, flökurleiki, síðan fer hörundið að flagna af, hárið fellur í flygsum, djúpar sprungur koma umhverfís munninn, nefíð og augun, og smám saman verða þessar sprungur opnar og mjög kvalafullar. Þá þornar munnurinn og nefíð og maðurinn verður mjög uppstökkur, fær beinverki og magaverki, missir matar- lystina og fær niðurgang, verður máttvana og missir hæfíleikann til rökréttrar hugsunar, síðan óráð, jafnvel æði, loks flog og fær líklega heilablæðingu sem veldur dauða. Og síðast af öllu þessu var lifur grænlenska sleðahundsins tengd við allt þetta. Það var ekki fyrr en 1971, að lífefnafræðingar sýndu fram á, að í hverjum 100 grömmum af lifur þessarar hundstegundar er svo mikið A-vítamín að það er hættulegt fullorðnum manni. Lifrin er eitthvað yfír kíló og minkar ekki vemlega þótt skepnan sveiti. Mawson og Mertz höfðu sex hunda, sem þýddi að sín í milli höfðu þeir að deila eitthvað um 60 hættulegum skömmtum af A- vítamíni. ,,Þaðsem eftir er œvinnar” 23. desember var aðeins einn hundur, Ginger, eftir, og dagleiðin var orðin ennþá styttri. Nú voru þeir komnir á Ninnisjökul, annan af tveimur miklum og sprungnum jöklum, sem þeir höfðu farið yfir á leið sinni inn í landið. Mawson tók þann kostinn að sjóða hundakjötið niður í kássu heldur en dragnast með hræin, til þess að minnka hlassið sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.