Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 95
LANDID FORDEÆMDA
93
gagntekið alla hans vefí. Mawson
reyndi að fela bragðið með því að saxa
kjötið smátt og sjóða það í súpunni
þeirra, en Mertz bauð samt við því.
En hundunum sem eftir voru var
rétt sama. Þeir rifu feldinn í sig á
augabragði, muldu beinin og gleyptu
innýflin eins og hugraðir sjakalar,
gleyptu meira að segja tennurnar,
Þeir félagar létu þess getið í
dagbókinni, hve fegnir þeir hefðu
verið að fá lifrina, sem var svo mjúk
undir tönn. Þeir hituðu hana sitt
hvorum megin þar til brunaskorpa
tók að myndast, en gátu svo gieypt
hana í bitum og töldu hana nærandi
og uppbyggilega fæðu.
Enda gátu þeir ekki vitað betur.
Jafnvel þótt tilviljunin hefði hagað
því svo, að þeir hefðu heyrt um þá trú
eskimóa á norðurslóðum að lifur
hvítabjarnarins og rostungsins væri
hættuleg, eða hefðu þeir lesið rit
könnuðarins mikla, Nansens, um
menn sem talið var að dáið hefðu af
því að éta lifur úr þessum dýrum,
hefði það engu breytt. Þeir höfðu
enga ástæðu til að tengja þessar
upplýsingar við hundana.
Það voru meira að segja átta ár
óliðin þar til að efni uppgötvaðist,
sem kallað var A-vítamín. Og þar frá
enn 20 ár þar til læknavísindin gerðu
sér grein fyrir hve hörmulegar afleið-
ingar A-vítamin getur haft á manns-
líkamann, sé þess neytt í óhófí.
Einkennin eru svimi, óstöðugleiki,
flökurleiki, síðan fer hörundið að
flagna af, hárið fellur í flygsum,
djúpar sprungur koma umhverfís
munninn, nefíð og augun, og smám
saman verða þessar sprungur opnar
og mjög kvalafullar. Þá þornar
munnurinn og nefíð og maðurinn
verður mjög uppstökkur, fær
beinverki og magaverki, missir matar-
lystina og fær niðurgang, verður
máttvana og missir hæfíleikann til
rökréttrar hugsunar, síðan óráð,
jafnvel æði, loks flog og fær líklega
heilablæðingu sem veldur dauða.
Og síðast af öllu þessu var lifur
grænlenska sleðahundsins tengd við
allt þetta. Það var ekki fyrr en 1971,
að lífefnafræðingar sýndu fram á, að í
hverjum 100 grömmum af lifur
þessarar hundstegundar er svo mikið
A-vítamín að það er hættulegt
fullorðnum manni. Lifrin er eitthvað
yfír kíló og minkar ekki vemlega þótt
skepnan sveiti. Mawson og Mertz
höfðu sex hunda, sem þýddi að sín í
milli höfðu þeir að deila eitthvað um
60 hættulegum skömmtum af A-
vítamíni.
,,Þaðsem eftir er
œvinnar”
23. desember var aðeins einn
hundur, Ginger, eftir, og dagleiðin
var orðin ennþá styttri. Nú voru þeir
komnir á Ninnisjökul, annan af
tveimur miklum og sprungnum
jöklum, sem þeir höfðu farið yfir á
leið sinni inn í landið. Mawson tók
þann kostinn að sjóða hundakjötið
niður í kássu heldur en dragnast með
hræin, til þess að minnka hlassið sem