Úrval - 01.03.1978, Page 103

Úrval - 01.03.1978, Page 103
LANDID FORDÆMDA 101 við skörðótta brún snjóhengjunnar. Hann reyndi hvað eftir annað að velta sér upp á, en þegar hann var kominn hálfa leið upp að heilum ísnum, braust heil hengja framan af brúninni og hann féll aftur í djúpið svo langt sem línan leyfði. En sleðinn var fastur fyrir. Aftur hékk hann, örþreyttur og uppgefinn, í köldu hálfrökkri sprungunnar. Allt skinn var flagnað af höndum hans. Kalnir fingurbroddarnir voru svartir og honum var hríðkalt. Hann spurði sjálfan sig: Því ekki að ljúka þessu öllu — það tekur fljótt af? Seinna skrifaði hann. ,,Þetta var óvenjuleg freisting, að kveðja alla smámuni fyrir það mikla, að hverfa frá ómerkilegri könnun á plánetu til skoðunar á ómælisheiminum fyrir handan.” En Forsjónin hélt enn í hinn end- ann á línunni, sem var haldreipi hans aftur upp á yfírborðið. Hann kallaði það síðar „ofurmannlega áreynslu” að komast upp línuna, hnút fyrir hnút, krafla sig upp á snjóinn og upp á heldan ís. Það leið yfír hann og hann lá meðvitundarlaus um hríð, andlitið móti himni og hendurnar blæðandi. Hann gat aldrei rifjað það upp fyrir sér hvernig hann komst í rauninni upp úr sprungunni, né hve lengi hann í rauninni lá meðvitund- arlaus, en hann taldið að það hlyti að » hafa verið vel yfir klukkustund. Þegartr hann rakaði loks við sér, hafði sólin brotist fram og skein framan í hann. Þá sannfærðist hann um það, sem hann vék aldrei síðan frá, að án guðlegs tilverknaðar hefði könnun hans endað með Ninnis, látinn í sprungu, Mertz í ísgrafhýsi sínu og sjálfum honum sem dinglandi, harðfrosnu líki í hinum miskunnar- lausa Mertzjökli. Líkkista ísnjónum Það lá við að von hans dæi til fulls næstu nótt. Alltaf hafði hann vonað að á morgun gengi betur — á morgun og á morgun. En eftir því sem nær dró aðalstöðvunum gerðist vindurinn harðvítugri, og hann minntist þess þegar vindurinn skók litla tjaldið hans, að hann var í heimkynni fárviðranna. Hann sat í hreindýraskinnspok- anum sínum, leysti af sér sárabindin og horfði dapur í bragði á sára og bólgna fingur sína. Hann lagði lófana saman, og þegar hann horfði á bilið milli fingranna, datt honum nokkuð í hug, sem átti eftir að bjarga lífi hans. Hann gat búið til kaðalstiga! Hann átti fjallalínu til vara, og með henni og gömlu línunni af Xavier Mertz gat hann búið til lxftaug í sleðann, sem jafnframt væri stigi til lífsins ef hann félli aftur í sprungu. xlann var viss um að það dygði — ef sleðinn hefði festu og drægist ekki á eftir honum. Og hann hófst handa. Klukkan ríu um morguninn var hann tilbúinn, og þegar ofurlitil skíma braust gegnum blýgrámann tók hann sig upp, gekk frá dótinu á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.