Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 103
LANDID FORDÆMDA
101
við skörðótta brún snjóhengjunnar.
Hann reyndi hvað eftir annað að velta
sér upp á, en þegar hann var kominn
hálfa leið upp að heilum ísnum,
braust heil hengja framan af
brúninni og hann féll aftur í djúpið
svo langt sem línan leyfði.
En sleðinn var fastur fyrir. Aftur
hékk hann, örþreyttur og uppgefinn,
í köldu hálfrökkri sprungunnar. Allt
skinn var flagnað af höndum hans.
Kalnir fingurbroddarnir voru svartir
og honum var hríðkalt. Hann spurði
sjálfan sig: Því ekki að ljúka þessu
öllu — það tekur fljótt af? Seinna
skrifaði hann. ,,Þetta var óvenjuleg
freisting, að kveðja alla smámuni fyrir
það mikla, að hverfa frá ómerkilegri
könnun á plánetu til skoðunar á
ómælisheiminum fyrir handan.”
En Forsjónin hélt enn í hinn end-
ann á línunni, sem var haldreipi hans
aftur upp á yfírborðið. Hann kallaði
það síðar „ofurmannlega áreynslu”
að komast upp línuna, hnút fyrir
hnút, krafla sig upp á snjóinn og upp
á heldan ís. Það leið yfír hann og
hann lá meðvitundarlaus um hríð,
andlitið móti himni og hendurnar
blæðandi.
Hann gat aldrei rifjað það upp
fyrir sér hvernig hann komst í
rauninni upp úr sprungunni, né hve
lengi hann í rauninni lá meðvitund-
arlaus, en hann taldið að það hlyti að »
hafa verið vel yfir klukkustund. Þegartr
hann rakaði loks við sér, hafði sólin
brotist fram og skein framan í hann.
Þá sannfærðist hann um það, sem
hann vék aldrei síðan frá, að án
guðlegs tilverknaðar hefði könnun
hans endað með Ninnis, látinn í
sprungu, Mertz í ísgrafhýsi sínu og
sjálfum honum sem dinglandi,
harðfrosnu líki í hinum miskunnar-
lausa Mertzjökli.
Líkkista ísnjónum
Það lá við að von hans dæi til fulls
næstu nótt. Alltaf hafði hann vonað
að á morgun gengi betur — á
morgun og á morgun. En eftir því
sem nær dró aðalstöðvunum gerðist
vindurinn harðvítugri, og hann
minntist þess þegar vindurinn skók
litla tjaldið hans, að hann var í
heimkynni fárviðranna.
Hann sat í hreindýraskinnspok-
anum sínum, leysti af sér sárabindin
og horfði dapur í bragði á sára og
bólgna fingur sína. Hann lagði lófana
saman, og þegar hann horfði á bilið
milli fingranna, datt honum nokkuð
í hug, sem átti eftir að bjarga lífi
hans. Hann gat búið til kaðalstiga!
Hann átti fjallalínu til vara, og með
henni og gömlu línunni af Xavier
Mertz gat hann búið til lxftaug í
sleðann, sem jafnframt væri stigi til
lífsins ef hann félli aftur í sprungu.
xlann var viss um að það dygði — ef
sleðinn hefði festu og drægist ekki á
eftir honum. Og hann hófst handa.
Klukkan ríu um morguninn var
hann tilbúinn, og þegar ofurlitil
skíma braust gegnum blýgrámann
tók hann sig upp, gekk frá dótinu á