Úrval - 01.03.1978, Qupperneq 107

Úrval - 01.03.1978, Qupperneq 107
LANDIÐ FORDÆMDA 105 En ísinn þokaðist undir fætur hans, hægt og hægt. Hallandi sléttan varð að hörðum, berurn ís. Ekki leið á löngu þar til hann tók að falla með stuttu millibili, og bylturnar nístu gegnum merg og bein. Hann lét fallast á fjóra fætur og skreið eftir ísnum með sleðann á eftir sér þar til hann fann rinda með lausum snjó. Hann áætlaði, að hann væri kominn um 13 kílómetra frá vörðunni. Og enn bólaði ekkert á Aladínshelii. Hann var með hjartslátt og svimaði af örmögnun, hann varð að búast til hvlldar. En að minnsta kosti gat hann þetta kvöld gert sér heita, þykka súpu, borðað smjör og kex — og ekkert hundakjöt — aldrei framar. Um morguninn réðist hann á. mahóníkistilinn með horna- mælinum. Hann sagaði tvo litla fjalarbúta undir iljar sér. Svo dró hann nagla og skrúfur úr kistlinum og rak og skrúfaði í gegnum „ilskóna” svo þeir stæðu niður úr. Þetta var seinlegt og þjáningarfullt verk með skinnlausum höndunum, og hann var ekki búinn fyrr en komið var vel fram yfir hádegi. Þegar út úr tjaldinu kom settist hann á sleðann og batt fjalirnar undir fætur sér með lampakveik. En þegar hann var kominn af stað leið ekki á löngu þar til naglarnir og skrúfurnar gengu til baka, og sumar þeirra gengu upp í gegnum stígvélasólana upp í sárar iljar hans. Hann sló naglana niður aftur og vafði pokum um fætur sér, áður en hann setti „ilskóna” á sig aftur og hélt enn af stað. Þegar hann nam staðar, komið undir miðnætti, létti ögn til um stund. Æðispöl fram undan sýndist honum hann sjá beint, dökkt strik standa gegnum skafrenninginn. O, guð! Var þetta mastrið, sem þeir höfðu reist sem vita, þegar þeir hjuggu hellinn í ískambinn? Var hann raunverulega kominn svona nærri? Fárveðrið var í algleymingi næsta morgun. Hann gat ekkert gert. Þar að auki voru þessir heimagerðu mann- broddar hans brotnir. Hann bjó til nýja, hvern um sig úr tveimur fjölum að þessu sinni. Hann dró út fleiri nagla og skrúfur og rak í gegnum neðri fjölina. Veðrið hélst óbreytt fram á 1. febrúar, en þá dvínaði vindurinn og létti ögn skafrenningnum. Hann, skreið út úr tjaldinu og hvessti sjónirí vestur. Jú, þarna var það, Aladíns- mastrið, stagað í allar áttir! „Ilskórnir” entust ekki lengi. Fjalirnar brotnuðu brátt undir fótum hans. En hann braust áfram fjóra kllómetra og stóð loks yfir lóðréttum göngunum ofan í íshellinn, sem Ninnis hafði skírt Aladínshellinn. Þar var enginn, en samt var þetta líkt og að komast í himnaríki. I meira en 80 daga hafði hann sofíð undir blaktandi tjalddúk. Hér voru heilir veggir og þak sem hélt úti vindi og nauði. Hrassari í bragði rótaði hann í dótinu, sem lá á víð og dreif um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.