Úrval - 01.03.1978, Qupperneq 108

Úrval - 01.03.1978, Qupperneq 108
106 ÚRVAL hellinn, og ieitaði að stálmannbrodd- unum, sem hann hafði skilið þar eftir fyrir nærri þrem mánuðum. Þeir voru horfnir. Án þeirra var lítil von um að hann kæmist heilu og höldnu ofan þverbrattan ískambinn. Nú höfðu þeir verið teknir og hann sat eftir með trésólana, sem þegar voru brotnir. Stutta, æðisgengna stund var kominn á fremsta hlunn með að láta arka auðnu, ryðjast úr, bjóða vindi og ísi byrginn og leggja af stað niður hættulega brekkuna. En hann var þreyttur í handleggjunum, máttvana í fótunum, og ,,ilskórnir’ ’ hans yrðu lítils virði x ísbrekkunni. Svo hann breiddi úr hálfsköllóttum svefn- pokanum sínum á gólfið og beið þess óþolinmóður að stundirnar liðu. Næsta föstudag var hann of þreyttur til að skrifa meira en sex orð í dagbókina — en það var hið stysta á allri ferðinni. „Stormur enn, of mikill fyrir mannbroddana,” Þetta var sjöunda nóttin hans í íhellinum. Honum fannst hann vera yfir- bugaður, sitja í gildru, að æðandi vindar íssléttunnar héldu honum föngnum. Loks, um 8 að morgni, fékk hann fyrsta merki þess, að biðin endalausa væri loks að taka einhvern enda. Hann vaknaði við að vindurinn var að ganga niður. Það reyndist rétt vera. Hann varð allt í einu viss um, aðþetta var úrslitadagurinn. Samt beið hann enn um hríð, til að fullvissa sig, og það var ekki fyrr en eftir eitt að hann lagði af stað. Hann var með nýsmíðaða „mannbrodda” undir fótum og virtust þeir allgóðir, en hann var óstyrkur í hnjánum og fór varlega, með sleðann á eftir sér. Honum datt ekki eitt einasta andar- tak í hug að hann þyrfti ekki að draga þessa vesælu byrði á eftir sér síðasta spölinn. Hún var hluti af honum, tákn hans um þrautseigjuna. Fyrsta leiðarmerkið, sem sett var á sinn stað fyrir svo löngu, kom eins og blessun. Nú vissi Mawson, að hann var kominn 300 metra niður hallann og vindinn var að lægja. Hann fór fram hjá næsta merki með samblandi af spennu og kvíða: ,,Er skipið farið? Ef það er farið — hefur það þá skilið eftir flokk í stöðvunum ? ’ ’ Rétt við þriðja leiðarmerkið hallaði fram af fyrir framan Mawson, og í fyrsta sinn sá hann niður á skipalægið. Langt úti við sjónarrönd, utan við mynni Samveldisflóa, var dökkur flekkur með svörtum reyk upp úr — skip á vesturleið. Og það var aðeins eins skips að vænta á þessum slóðum. Var hann nú strandaglópur í þessu skelfílega landi? Eftir spölkorn í viðbót nam hann staðar, þegar kofarnir og svæðið kringum þá kom loks í ljós. Það var eins og síðastu kraftarnir sigu af honum út í snjóinn. Hann kannaði umhverfið hægt og varlega, og fékk ákafan hjartslátt, þegar hann sá þrjár mannverur lúta saman yflr einhverja þúst, sem þær virtust vera að vinna við. Tíminn stóð kyrr, meðan hann dró
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.