Úrval - 01.03.1978, Síða 110

Úrval - 01.03.1978, Síða 110
108 ÚRVAL gat David skipstjóri barist við storm- inn og brennt eldsneyti á Samveldis- flóa? Hann átti enn eftir að taka vest- ari leiðangurinn um borð, 2000 kílómetra í burtu og brjótast svo út úr lísnum með nægilegar kolabrigðir til að komast yfir hafið til Hobart. Að iokum ákvað David að skilja Mawson og félaga hans eftir. I landi hófust mennirnir handa um að styrkja híbýlin sem vendilegast og þétta þau, ásamt því að koma matarbirgðunum fyrir þar sem auðveldlega næðist til þeirra í fárviðrum vetrarins. Framundan var vetursetaí landinu fordæmda. AÐ MORGNI 10. febrúar 1913, kom heimskautafar eins og drauga- skip í sumarnóttinni til litlu, nýsjá- lensku hafnarinnar Oamaru, rösklega 3000 kílómetra í norðaustur frá Samveldisflóa. Tveir menn reru í land í skektu, og hafnarvörðurinn kom til móts við bátinn í lendingunni. Eftir hljóðlátar samræður var hafnarstjórinn vakinn, en hann vakti aftur á móti loftskeytamanninn. Klukkan þrjú um nóttina tók loft- skeytalykillinn að tifa eftir fyrirlestri annars bátsverja. Skilaboðin, sem bárust um loftið, var fréttin um dauða Scotts kafteins og félaga hans fjögurra á leið til baka frá suður- pólnum. Ritstjórar í London og New York voru djúpt snortnir af frásögninni um fund líkanna í snævi huldu tjaldi og dagbókarinnar með nákvæmum og átakanlegum lýsingum á hetjulegri förinni á Suðurpólinn, reiðarslaginu að komast að því að hraðskreiður hópur Roalds Amundsens hefði orðið nokkrum vikum á undan þeim, og ioks hvernig þeir höfðu látið lífið, einn eftir annan, í miskunnarlausum kuldanum. Auðvitað vissi enginn um lasburða mannsmynd, í snævi þöktum kofa 3000 kílómetra suðvestur af Oamaru, sem í sama mund var að rekja aðra sögu um dauða og hetjulega baráttu fyrir loftskeytamanninum sínum. Allt kvöldið 10. febrúar og langt fram á nótt, sat loftskeytamaðurinn í Samveldisflóa við tækin sín, en náði ekki nokkru minnsta sambandi. Yfir suðurskautssvæðinu átti sólgos sér stað, og rafmagnstruflanirnar sem flæddu um himingeiminn eyddu útvarpsbylgjunum gersamlega. Mawson lét það ekki á sig fá heldur skrifaði megindrætti sögu sinnar strax næsta dag og loftskeytamaðurinn reyndi eftur um kvöldið, næsta kvöld og næsta. Einasta svarið sem hann fékk vom brestirnir frá segulstorm- unum í himinhvolfinu. Eftir því sam dagar og nætur liðu og ekkert svar barst við fjarskiptunum annað en brak og brestir, sökk Mawson dýpra í veikindi sín, gagntekinn þjáningu, sem var óskyld áhrifum hungurs og vannæringar. Hann sagði félögum sínum ekki frá þessu, heldur skrifaði í dagbókina sína. „Taugarnar! Taugar mínar em illa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.