Úrval - 01.04.1978, Page 4
2
Nixon var að eigra við ströndina í San
Clemente eins og hann gerir svo oft,
þegar honum datt í hug að fá sér
sundsprett. En hann fór of langt og
var nærri drukknaður. Það vildi
honum til lifs, að þrír unglingspiltar
áttu leið hjá, syntu til móts við hann
og björguðu honum. Þegar Nixon
hafði náð sér ögn, þakkaði hann
þeim fyrir.
,,Eg er að vísu ekki eins áhrifamik-
ill og ég var,” sagði hann. ,,En ég
skal með gleði gera það sem ég get
fyrir ykkur. Er það eitthvað sérstakt,
sem þið óskið ykkur.”
,,Mig langar að komast í herfor-
ingjaskólann í West Point,” sagði sá
fyrsti.
,,Ég get líklega stutt að því,” sagði
Nixon.
,,Mig langar að komast í Anna-
polis,” sagðisá næsti.
,,Því get ég örugglega lofað þér,”
sagði Nixon.
,,Mig langar að verða jarðsettur í
ÚRVAL
Arlingtonkirkjugarði,” sagði sá
þriðji.
„Tarna var skrýtin ósk,” sagði
Nixon. ,,Hvers vegna óskar þú eftir
því?”
,, Vegna þess að þegar ég kem heim
og segi frá því hverjum ég bjargaði,
drepur pabbi mig.”
Dómarinn: ,,Ég ætla að láta konuna
þína hafa 66 þúsund á mánuði í
lífeyri og sem barnsmeðlag eftir
skilnaðinn.”
Eiginmaðurinn: ,,Það var fallega
gert af þér, dómari. Ég skal svo sjálfur
reyna að víkja einhverju að henni við
og við.”
Leo Aikman.
Ég var nýkomin að þingi Kvenna-
sambandsins, þegar fimm ára dóttir
mín tilkynnti mér að hún ætlaði að
verða hjúkrunarkona, þegar hún yrði
stór.
„Hjúkrunarkona,” svaraði ég.
„Heyrðu mig nú, Lísa mín litla. Þótt
þú sért stúlka, þarft þú ekki að láta
þér lynda kvennahlutverk eins og
hjúkrun. Þú getur orðið skurðlæknir,
lögfræðingur, bankastjóri, forseti
Bandaríkjanna eða hvað sem þú raun-
verulega vilt.”
Hún horfði á mig hugsi. ,,AlIt?”
spurði hún svo. „Allveg sama hvað
er? Hvað sem ég vil?” Ég játaði þvi.
Hún hugsaði sig um stundarkorn, svo
birti yfir henni og hún sagði: ,,Það
var fínt. Þá vil ég verða hvítur
hestur.” Meg F. Quijano.