Úrval - 01.04.1978, Síða 11
ELVIS
9
Ég hefði átt að deyja þá, vegna þess
að ég hafði aldrei verið og hef aldrei
síðan verið eins hamingjusöm og á
því augnabliki.
Hann veifaði mérl
Nokkrum mánuðum síðar vorum
við hjá ömmu að horfa á sjón-
varpið þegar kynnirinn sagði:
, ,Herrar mínir og frúr hérna fáum við
útsendingu beint frá Louisiana
Hayride, Það er Elvis Presley með
Topplagið „Heartbreak Hotel.”
Við horfðum dáleidd. Þetta var ekki
lengur Sveitastrákurinn, þetta var
ELVIS:
,,Sérðu þetta?” spurði pabbi
mömmu.
,,Sáum við hann ekki?” spurði
hún.
„Einskis virði,” sagði aft, sem tók
eftir glampanum í augum mínum.
,,Hann er huggulegur,” sagði
amma. Hún skildi mig.
Nokkrum sinnum á næstu árum
spurði pabbi mig hvað hefði
eiginlega orðið af Ferlin Huskey
myndinni, sem Elvis áritaði.
,,Ég veit það ekki hún hlýtur að
hafa týnst í flutningum,’ ’ sagði ég.
,Jæja, þá,” sagði pabbi, ,,það
gerir ekki mikið til hann endist
kannski ekki lengi. ’ ’
Ég lokaði þá venjulega augunum
og brosti, rifjaði upp appelsínulitu
fötin og hvernig Elvis sagði ,,Sæt” og
sendi mér fingurkossinn. Ég skal
segja ykkur nokkuð. Það er nokkuð
sem endist.
★
Áhugamál mín eru að lesa og hlusta á múslk og þögnina.
Edith Sitwell.
Fáeinum mínútum eftir að hinn fimm ára gamli Jói hafði fengið leyfl
til að fara á klósettið, kom hann aftur inn í forskólabekkinn, hálf-
kjökrandi. „Égfinnþað ekki,” sagði hann. „Hvaða vitleysa,” sagði
kennarinn. ,,Þú hefúr alltaf undið það hingað til. Frissi, farðu með
Jóa og hjálpaðu honum að finna það.”
Eftir stundarkorn komu báðir drengirnir aftur, og nú var Jói al-
hress. En Frissi þurfti að gefa skýringu: , Jói hefur farið í nærbuxurn-
ar sínar með rassinn fram,” sagði hann. ,,Þess vegna gat hann ekki
fundið það.”
Auglýsing í glugga sjónvarpsverkstæðis: „Viðgerðamaður óskast.
Verður að líta heiðarlega út. ’ ’
H.E.L. Cal.