Úrval - 01.04.1978, Qupperneq 30
28
LJRVAL
á jöðrunum. Við sáum hirðingja frá
fjarlægum sléttum með hjarðir sínar á
leið til sumarengjanna og hóp af villt-
um jakuxum á akri af villtum fjalla-
blómum. Gríðarlegt ferhent likneski,
— Búddha sem koma skal — skorið
út í stein, færði okkur sönnur á
Búddhadýrkun í austur-Ladakh.
Ladakh er oft kallað Vestur-Tíbet.
Það er hinn frjálsi hluti af hinu afar-
stóra landsvæði Tíbets. Kínverski
hlutinn er á hinn bóginn undir
kommúnistastjórn. Ibúar Ladakh eru
glaðlyndir, tala tíbetska mállýsku og
eru Lamatrúar, sem er afsprengi
Búddhatrúar. Bæði kynin flétta sítt,
svart hárið og skreyta sig með þung-
um skartgripum úr silfri og gulli
skreytt túrkisum. Þau klæðastí dökk-
ar skikkjur sem festar eru saman með
breiðum silkilindum og nota fallega,
flata hatta úr silki eða flaueli. Konur
njóta jafnréttis við karlmenn og sum-
ar eru giftar nokkrum eiginmönnum í
senn, oftast bræðrum.
Töfrar Ladakh liggja í Búddha-
klaustrunum, flest af þeim eru ein-
angmð i ilmandi döium sem liggja
langt fyrir neðan jökultinda. Hemir,
sem er stærst af þessum mannbýkúp-
um, hýsir meira en 400 Lama. En
þessir heilögu menn ferðast um land-
ið, halda samkomur og hlynna að
sjúkum.
Ég notaði stormasaman morgun til
að heimsækja Lamaklaustrið í Shey.
Gömul, niðurnídd byggingin var á
einmanalegum stalli upp frá vegin-
um, líkust veðurbitnu skipi. Hurðir
slógust til og gluggar skelltust. I reyk-
elsisilmandi helgidómnum hengu
silkiforhengi eins og leðurblöku-
vængir neðan úr sperrunum. Fölur
bjarmi vasaljóssins lýsti upp máðar
freskomyndir af Búddha, heilögum
verum og púkum. Gamall Lama, sem
tuldraði bænir sínar í lágum hljóðum
og sló taktinn á trumbu ásamt á að
giska ttu ára gömlum lærisveini, voru
einu lifandi hræðurnar sem við urð-
um vör við. Litli lærisveinninn fylgdi
mér hljóður að 40 feta hárri styttu af
Búddha í setstellingu, þeirri stærstu í
Ladakh. Höfuðið var gyllt og dökkblá
augun horfðu með lítillæti og kyrr-
læti, undan hálfluktum augnlokum.
Þrátt fyrir að umhverfið væri ekki
samkvæmt mínum hugmyndum um
Guðshús, fann ég greinilega helgi
andrúmsloftsins.
Nokkrum dögum síðar, þegar ég
var aftur kominn í sjóðandi flækju
hins raunverulega lífs, eins og það er í
Indlandi núna, var eins og græni dal-
urinn og tært loftið í Ladakh væri hin
týnda Paradís, sem biði eftir að verða
fundin á ný.
★
SÖLARORKUVERKSMIÐJA
Fyrsta verksmiðjan sem vinnur úr sólarorku hefur tekið til starfa í
Búkhara í Úsbekistan. Verksmiðjan mun framleiða hverskonar tæki
til að hagnýta sólarorku, svo sem litlar rafstöðvar, heimilistæki sem
ganga fyrir sólarorku, húshitunartæki, vatnshitara og margt fleira.