Úrval - 01.04.1978, Síða 54
52
ÚRVAL
,,Hann færþetta aftur!”
Þannig var það. Ég horfði skelkað-
ur á þennan stórröndðtta skrokk
renna frá mér og liggja flatan á borð-
inu enn einu sinni. Aftur opnaðist
munnurinn og hann froðufelldi.
Tíminn leið og ég sló á brjóst hans
með hendinni, en í þetta sinn hreif
það ekki. Ég ýtti neðra augnlokinu
frá og sá að Jaki átti ekki langt eftir.
Það sem var að gerast lagðist á mig
eins og mara. Þetta var ekki bara
hundur, hann var fjölskylda manns-
ins, og ég horfði á hann vera að deyja.
í því heyrði ég veikt hljóð —
ókennilegan hósta sem varla bærði
varir hans.
,,Frárinn hirði það!” hrópaði ég.
,,Hann er að kafna! Það hlýtur eitt-
hvað að vera ofan í honum. ’ ’
Aftur þreif ég höfuðið og ýtti ljós-
inu upp í hann og mikið er ég ævin-
lega þakklátur fyrir að rétt í því hóst-
aði hann aftur og kokið opnaðist svo
ég sá hvað vandanum olli. Brot úr
sekúndu, sá ég bak við barkalokurnar
lítinn, kringlóttan hlut, minni en
baun.
,,Ég held að það sé smásteinn,”
sagði ég með andköfum. ,,I barkan-
um. Lokar fyrir loftstrauminn við og
við.” Ég hristi hausinn ájaka. „Líttu
á, nú hefur hann farið frá sem stend-
ur. Hann erað hressast við.”
Einu sinni enn var Jaki lifnaður við
og andaði reglulega.
Roddy strauk honum yfir höfuðið,
niður bakið og aftur vöðvastæltan aft-
urfótinn. ,,En . . . en . . . þetta ger-
ist alltaf aftur og aftur, er það ekki?”
Ég kinkaði kolli. ,,Ég er hræddur
um það.”
,,Og það endar með því að steinn-
inn losnar ekki í tæka tíð og þá er úti
um hann. ’ ’ Roddy var náfölur.
,,Roddy, ég verð að ná steinin-
um.”
,,Hvernig?”
,,Skera upp barkann. Undir eins,
það ereinaleiðin.”
,,Allt í lagi,” sagði hann og
kyngdi munnvatninu. „Gerðu það.
Ég held að ég þoli ekki að sjá hann fá
kast einu sinni enn. ’ ’
Ég klippti loðnuna af staðnum, þar
sem ég ætlaði að skera. Svo staðdeyfði
ég hann áður en ég sótthreinsaði.
„Haltu höfðinu á honum kyrru,”
sagði ég hás og greip skurðarhníf.
Ég skar f gegnum húð og vefi, svo
barkakýlið kom í ljós. Þetta var nokk-
uð sem ég hafði aldrei gert við lifandi
hund áður, en það tók aðeins örfáar
sekúndur að skera í gegnum þunnan
vef barkans og gá inn.
Þarna var það. Smávala — grá,
glansandi og pínulítil, en nógu stór
til að drepa.
Ég mundaði breiðblaða tengurnar
yfír gatinu. Ég var viss um að hendur
mikils skurðlæknis titruðu ekki
svona, eins og fyrir töfra hættu þær að
titra, þegar ég klemmdi töngina utan
um steininn.
Ég staldraði við til að anda. Ég
hafði haldið niðri í mér andanum á
meðan ég var að komast að þessum