Úrval - 01.04.1978, Side 61
VILLTDÝR í VETRARRÍKI
59
nálgaðist, steypti stór, hyrnd ugla sér
niður úr loftinu. Þegar úlfshvolpur-
inn sá tilvonandi hádegisverðinn sinn
tekinn frá sér, þaut hann niður
brekkuna. Fuglinn sleppti takinu á
kanínunni undir eins og sneri sér að
úlfinum og veitti honum skurð nærri
auganu. Með einu biti af þessum
sterku kjálkum var einn mesti ógn-
valdur himinsins bruddur. Úlfurinn
sleppti uglunni og fór á eftir særðri
kanínunni sem var honum auðvcld
bráð.
Nótt eina í febrúar, var úlfshvolp-
urinn á veiðum við árbakkann í ný-
föllnum snjó, er hann fann kunnug-
legan ilm. Hann elti slóð hans og
fann dauða kanínu í snjónum. Hann
gekk tvisvarí kringum hana ogþefaði
af henni. Honum fannst hanr; fínna
aðra lykt sem minnti á tvífættu inn-
rásarveruna. Varlega fór hann í átt til
hæðarinnar sem var þar rétt hjá, til að
líta í kringum sig. Þegar hann steig á
smá ójöfnu fann hann stálfjaðrir um-
lykja fótinn. Innrásarveran vissi að
úlfurinn yrði á verði og þessvegna
setti hann gildruna þar sem hátt'bar.
Um morguninn var talsvert frost og
ána undir hæðinni þar sem úlfurinn
lá, lagði. I rökkurbyrjun næsta dag
var fóturinn illa bólginn, úlfurinn
skalf af kulda og kraftarnir voru á
þrotum er hann féll I svefn.
Snemma að morgni þriðja dags
vaknaði hann með rykk. Skelfingu
lostinn horfði hann á hina tvífættu
veru, með langa, hræðilega prikið,
sem gekk á hinum bakka árinnar.
Úlfurinn stökk á fætur og togaði í
gildruna. Maðurinn kom auga á hann
og flýtti sér yfir ána, hann hljóp hratt
yfír nýlagðan ísinn. Úlfurinn safnaði
saman öllum sínum kröftum og gerði
lokatilraun til að losna. Hann datt
áfram ofan í snjóinn, fóturinn hafði
snúist úr gildrunni.
Áður en hann komst á fæturna
heyrði hann skerandi vein. Hann ieit
upp og sá tvífættu veruna hverfa í
gegnum ísinn ofan í straumþungt
vatnið. Hvolpurinn lá hreyfingarlaus
en gildrumaðurinn kom ekki upp um
svarta gatið. Það eina sem minnti á
hann var prikið hans, sem lá á ísnum
við hliðina á gatinu.
Hægt og sársaukafullt nálgaðist
úlfurinn þyrpingu grenitrjáa, þar sem
þéttar greinarnar höfðu myndað þak
yfír notalega dæld, þegar snjórinn
lagðist á þær. Þarna sleikti hann og
hjúkraði fætinum í þrjá daga. Á
fjórða degi rölti hann að árbakkanum
og hóf förina upp eftir ánni. Hann
fann tvær mýs og gleypti þær gráðug-
ur — en þær söddu ekki hungrið.
Nóttina á eftir heyrði hann kunn-
uglegt hljóð í fjarlægð — úlfar í slóð
stórrar skepnu. Seinna kom hvoipur-
inn að leifum nýdrepins dádýrs.
Hann vissi strax að það var hans hóp-
ur sem hafði verið að verki — lyktin
tók af allan vafa. Hann át sig saddan,
lagðist svo niður til að hvíla sig, hann
vissi að þau myndu koma aftur.
Allt I einu greip hann óþol. Frá þvl
að hann hafði gengið í gildruna hafði
hann verið of dasaður og lasinn til