Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
varð ég gagntekin af leiðinni burtu
frá þessu: dauðanum. Losa mig við
mitt hræðilega sjálf — það fannst
mér f mínum örvæntingarfulla huga
það eina sem ég ætti eftir til að gefa
fjölskyldunni.
Kvöldið sem ég iagðist niður til að
deyja virtist mér að lokum allt svo
einfalt. Eftir kvöldmatinn sagði ég
gðða nótt við Walter og Mark, sem
ætluðu að fara á bíó og bað þá að
vekja mig ekki þegar þeir kæmu
heim.
Ég hellti viskíí í glas, — ég hafði
falið flöskuna — og gleypti nokkrar
róandi pillur með. Eg reyndi að vera
sorgmædd, en frosnar tilfinningar
mínar gátu ekki framkallað þau
viðbrögð. Ég skreiddist upp í
óuppbúið gestarúmið og slökkti
ljósið.
ÞREM DÖGUM S'IÐAR opnuðust
augu mín í ókunnu umhverfl. Var
þetta fordyri helvítis? Nei. Mér hafði
einfaldlega misheppnast. Jafnvel
dauðinn hafði hafnað mér. Ég rykkti í
böndin sem héldu mér við rúmið og
héldu nálunum í handleggjunum á
sínum stað. Læknirinn birtist og stóð
kyrr og horfði niður á mig með
fordæmingu í svipnum. „Vertu ekki
að slíta nálarnar úr,” skipaði hann.
,,Þú áttir ekkert með að skipta þér
afþessu,” hvíslaði ég hás.
„Maðurinn þinn hringdi í mig.
Mér gekk ekkert annað til,” sagði
hann þurrlega. ,,Mark og honum
leiddist í bíóinu svo þeir fóru heim.
Þegar eldri sonur þinn hringdi frá
skólanum, fóru þeir til að vekja þig
og vita hvort þig langaði að tala við
hann.”
Nú myndu Walter og Mark koma
og horfa á mig með vandlætingu. Ég
yrði að skipuleggja þetta leiðindaverk
upp á nýtt.
,,Frú Brown, ég get ekki hjálpað
þér. Ég vil að þú talir við
sálfræðing.”
,,Ég vil ekki hjálp.”
Hann snérist reiðilega á hæl og fór.
Tveir menn komu og trilluðu mér
inn á gæsludeild sjúkrahússins. Það
voru rimlar fyrir gluggunum, smá
gægjugöt á hurðunum og plötur yfir
rafmagnsinnstungunum. Dr. F, sál-
læknirinn, hitti mig þar.
Hann var með stuttklippt yfirvarar-
skegg og í brúnum tveedfötum en
ekki hvítum læknaslopp. Andlit hans
lýsti fremur meðaumkun en viður-
styggð. (En auðvitað vissi ég betur).
,,Ef við notum tölurnar eina til
tíu,” sagði hann. ,,Hvernig líður þér
þá?”
„Mfnus,” hvfslaði ég.
,,Ég álasa þér ekki,” sagði hann.
(Með meðaumkun).
,,Öllum líður illa.”(Fjandinn hirði
þessi tár).
, Já, en ég veit hversvegna þér Ifður
svona. Þú hefur verið mjög veik af
hræðilegum sjúkdómi. ’ ’
Eg svaraði ekki. Læknirinn minn
fann ekkert að mér.
„Hefurðu heyrt um geðveiki-
þunglyndis einkennakeðjuna?”