Úrval - 01.02.1979, Page 10

Úrval - 01.02.1979, Page 10
8 ÚRVAL Dag nokkurn spurði ég reiðilega: „Hvers vegna fann læknirinn ekki út hvað var að mér?” Dr. F sagði, að ef maður væri að leita að þessum ákveðnu einkennum væru þau auðþekkt. En margir læknar hefðu útskrifast áður en þessar nýju uppgötvanir um heilann höfðu verið gerðar. „Langalangamma mín dó, vegna þess að það sprakk í henni botnlanginn. Var það sök læknisins hennar að hann var fæddur áratug of snemma?” Hann snerti við öxlinni á mér og ég fann þessa sérstöku hlýju streyma um mig sem kemur aðeins frá læknum sem er annt um sjúklinga sína. ,,Ég er ánægður með reiðikast þitt, þótt það sé svona agnar pínu lítið. ’ ’ Á fjórum vikum varð ég að sjálfri mér aftur. Mig svimaði næstum af því sem ég sá og heyrði og ánægjunni með fjölskyldunni þegar ég uppgötvaði að ýmislegt sem hún hafði gert, hafði ég misskilið til verri vegar. Daginn sem ég fór heim, var fyrsta sóleyjan farin að gægjast upp úr jarðveginum. Ég kraup þakklát til að snerta hana; það var langt síðan fingur mínir höfðu snert krónublöð, og augu mín glöddust yfir skærum litnum. Þegar ég opnaði dyrnar kom löngu gleymd tilfinning upp á yfirborðið: Hreykni. Mig langaði að gera vorhreingerningu. Sonur minn hellti yfir mig spurningum og hlustaði á svörin eins og ég væri manneskja en ekki galin mamma. Viðbrögð mín við faðmlögum eiginmannsins voru yfir- þyrmandi, gagntakandi. I stað þess að fela mig í leiðindum, forðast símann og skríða inn í mitt eigið hýði, þarfnaðist ég þess að tjá þakklæti mitt og segja frá kraftaverkinu sem gaf mér lífið aftur. Mig langar að hrópa til allra meðbræðra minna sem þjást af þunglyndi sem þessu: ,,Ýtið burtu sektinni og sjálfshatrinu, berjist á móti því sem þið álítið vera hrana- skap eða dómar þeirra sem þekking- una hafa, þegar um er að ræða lækna sem þekkja ekki ennþá til þessara nýju uppgötvana. Spyrjið þá um sér- fræðinga í geðlyflækningum. Vegna þess að þið eigið líka að geta eignast þann fjársjóð sem lífið er aftur, á sama hátt og ég.” * Ég elska farsaleiki. Að detta, verða blaut og rekast á og henda hlutum í fólk. Ég þarfnast ekki sálfræðings. Ég fæ alla þá útrás sem ég þarfnast og er hamingjusöm vikum saman. Carol Burnett ,,Ég er svo frægur að ef þið settuð mig upp í flugvél og fylltuð hana svo af frægum filmstjörnum og við flygjum í kringum heiminn, væri ég sá eini sem vekti athygli í hverju stoppi. Muhammad Ali
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.