Úrval - 01.02.1979, Page 10
8
ÚRVAL
Dag nokkurn spurði ég reiðilega:
„Hvers vegna fann læknirinn ekki út
hvað var að mér?” Dr. F sagði, að ef
maður væri að leita að þessum
ákveðnu einkennum væru þau
auðþekkt. En margir læknar hefðu
útskrifast áður en þessar nýju
uppgötvanir um heilann höfðu verið
gerðar. „Langalangamma mín dó,
vegna þess að það sprakk í henni
botnlanginn. Var það sök læknisins
hennar að hann var fæddur áratug of
snemma?” Hann snerti við öxlinni á
mér og ég fann þessa sérstöku hlýju
streyma um mig sem kemur aðeins
frá læknum sem er annt um sjúklinga
sína. ,,Ég er ánægður með reiðikast
þitt, þótt það sé svona agnar pínu
lítið. ’ ’
Á fjórum vikum varð ég að sjálfri
mér aftur. Mig svimaði næstum af því
sem ég sá og heyrði og ánægjunni
með fjölskyldunni þegar ég
uppgötvaði að ýmislegt sem hún
hafði gert, hafði ég misskilið til verri
vegar.
Daginn sem ég fór heim, var fyrsta
sóleyjan farin að gægjast upp úr
jarðveginum. Ég kraup þakklát til að
snerta hana; það var langt síðan
fingur mínir höfðu snert krónublöð,
og augu mín glöddust yfir skærum
litnum.
Þegar ég opnaði dyrnar kom löngu
gleymd tilfinning upp á yfirborðið:
Hreykni. Mig langaði að gera
vorhreingerningu. Sonur minn hellti
yfir mig spurningum og hlustaði á
svörin eins og ég væri manneskja en
ekki galin mamma. Viðbrögð mín við
faðmlögum eiginmannsins voru yfir-
þyrmandi, gagntakandi.
I stað þess að fela mig í leiðindum,
forðast símann og skríða inn í mitt
eigið hýði, þarfnaðist ég þess að tjá
þakklæti mitt og segja frá
kraftaverkinu sem gaf mér lífið aftur.
Mig langar að hrópa til allra
meðbræðra minna sem þjást af
þunglyndi sem þessu: ,,Ýtið burtu
sektinni og sjálfshatrinu, berjist á
móti því sem þið álítið vera hrana-
skap eða dómar þeirra sem þekking-
una hafa, þegar um er að ræða lækna
sem þekkja ekki ennþá til þessara
nýju uppgötvana. Spyrjið þá um sér-
fræðinga í geðlyflækningum. Vegna
þess að þið eigið líka að geta eignast
þann fjársjóð sem lífið er aftur, á
sama hátt og ég.” *
Ég elska farsaleiki. Að detta, verða blaut og rekast á og henda
hlutum í fólk. Ég þarfnast ekki sálfræðings. Ég fæ alla þá útrás sem
ég þarfnast og er hamingjusöm vikum saman.
Carol Burnett
,,Ég er svo frægur að ef þið settuð mig upp í flugvél og fylltuð
hana svo af frægum filmstjörnum og við flygjum í kringum heiminn,
væri ég sá eini sem vekti athygli í hverju stoppi.
Muhammad Ali