Úrval - 01.02.1979, Page 12
10
ÚRVAL
11. september 1973 var Salvador Allende, forseti Chile
myrtur. Síðan hefur verið leitt í Ijós, að aðgerðum
uppreisnarmannanna, sem réðust á forsetahöllina í La
Moneda var stjórnað úr njósnaflugvél nr. 631-3298, sem
bandarískir flugmenn flugu, eða þannig túlka
Sovétmenn atburðina:
i
ÁRÁSIN Á FORSETAHÖLLINA
— F. Sergejev —
ÉRHVER dollari, sem
fjárfestur hefur verið í
chileönsku efnahagslífi
hefur gefið bandarískum
kaupsýslumönnum
1 hagnað. Eins og
%
* s * iií
* ;
fimm dollara
Allende lýsti yfír á fundi Allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna árið 1972
hafa bandarísk fyrirtæki, sem ráða yfir
kopariðnaði Chile, pínt út úr landinu
á 42 árum meira en fjórar biljónir
dollara í hagnað af í mesta lagi 30
miljón dollara byrjunarfjárfestingu.
Það var af þessum sökum, sem
bandarískir fjármálajöfrar tóku upp
svo grimmilega baráttu gegn
Allendestjórninni. Þeir höfðu komið
sér tryggilega fyrir í Chile og ætluðu
ekki að láta af hendi það fé, sem þeir
höfðu fest, né öruggan afrakstur þess.
,, Tammng ’ ’ hersins
Líkt og herir annars staðar í Suður-
Ameríku hafði chileanski herinn
verið „taminn” íáratugi.
Þjálfun liðsforingja í bandarískum
herskólum var tekin upp í lok síðari
heimsstyrjaldarinnar, og á árunum
þar á eftir höfðu ófáir chileanskir
hershöfðingjar og yfir 4000
liðsforingjar dvalist í bandarískum
— Úr tímaritinu Novaja í novcisjaja istorija. —