Úrval - 01.02.1979, Síða 14
12
ÚRVAL
ráðleggingar CIA varðandi
,,tamningu” hersins, jók Pentagon
áætlun sína um aðstoð við chileanska
herinn. Jafnvel þótt Nixonstjórnin
væri almennt fjandsamleg stjórn
Allendes, var á árunum 1970-1973
varið 43,5 miijónum dollara til
hernaðaraðstoðar við Chile, tvöfalt
hærri upphæð heldur en á árunum
1964-1970.
CIA og Pentagon töldu, að til þess
að ná chileanska hernum undir
áhrifavald sitt, væri mjög mikilvægt
að velja sem fyrst hæfa persónu, er
væri reiðubúin til þess að taka að sér
hlutverk pólitísks einræðisherra.
Hin útvalda persóna var Pinochet
hershöfðingi, sem í tíu ár hafði verið
hernaðarlegur ráðgjafi Chile í
Washington.
I hádegisverðarboði til heiðurs
Mazote hershöfðingja við komuna frá
Chile í árslok 1969 spurði einn af
æðstu mönnum Pentagon hann, hvað
chileanski herinn myndi gera, ef
Allende, frambjóðandi vinstri
manna, myndi vinna væntanlegar
kosningar í septcmber 1970. ,,Við
myndum taka La Moneda-höllina á
30 mínúturm,” sagði Mazote
hershöfðingi, ,,jafnvel þótt við
yrðum að brenna hana til grunna. ’ ’
,, Þrengjum að efnahagslífinu ''
4. september 1970 var Allendc
kjörinn forseti, en neyðaráætlunin,
sem samin hafði verið í
Bandaríkjunum, var ekki
framkvæmd. Hvers vegan ekki? Það
kátlega var, að Pentagon gerði þau
mistök að biðja um vegabréfsáritanir
fyrir 200 manna flokk svokallaðra
sjóliða, sem í reynd var hópur
sérfræðinga í að kollvarpa ríkisstjórn-
um.
Chileönsk stjórnvöld sáu í gegnum
þessa ráðagerð og neituðu um vega-
bréfsáritun.
í reynd þurfti að breyta áætluninni
gersamlega, vegna þess að hún fór
engan veginn saman við ástandið 1
Chile. Þjóðin stóð einhuga að baki
sjálfstæðri utanríkisstefnu nýju
stjórnarinnar og þeirri fyrirætlan
hennar að treysta efnahagslífið.
Það var þá, sem hin víðtæka áætlun
um hægfara efnahagslega kyrkingu
þjóðlegu einingarstjórnarinnar varð
til.
Sem vænta mátti varð efnahagslífið
meginskotspónninn í stríði aftur-
haldsaflanna gegn þjóðlegu einingar-
stjórninni. Hið sigursæla vinstra-
bandalag erfði erfítt efnahagsástand
frá fyrrverandi stjórn. Chileanskt
efnahagslíf var staðnað.
Þjóðlega einingarstjórnin gerði
ráðstafanir til þess að halda efnahags-
lífinu gangandi. Mikilvægasta ráðið
fólst í harðri árás á erlent auðmagn og
yfírdrottnun fáeinna innlendra
auðjöfra. Á þrem árum voru yfir 400
fyrirtæki, sem framleiddu nálega
helming allrar námu- og iðnaðar-
framleiðslunnar í landinu, þjóðnýtt.
Ríkið tók sér yfirráð yfír utanríkis-
versluninni, 70% af efnahagslífinu,
80% af bankaviðskiptum og 90% af