Úrval - 01.02.1979, Side 15
ÁRÁSIN Á FORSETAHÖLLINA
13
kopariðnaðinum. Umbætur þær 1
landbúnaði, sem hún gerði, knúðu
jafnvel borgarblöðin til þess að játa,
að þjóðnýtingaráætlun Allende-
stjórnarinnar á jarðnæði væri mjög
vinsæl.
Lægstu laun voru hækkuð þannig
að rauntekjur verkafólks hækkuðu.
200.000 ný störf voru stofnuð og
koparframleiðslan og iðnaður-
framleiðslan í heild aukin.
Þetta allt sýnir, að fullyrðingar
þær, sem CIA bjó til og útbreiddi af
kostgæfni, um að her- og fasista-
byltingin hafi verið afleiðing af
efnahagslegu gjaldþroti landsins, sem
leitt hafi af óhæfi Allendestjórnar-
innar, var tóm lygi. I reynd var
La Moneda eftir orrahríðina.
chileanskt efnahagslíf í þann veginn
að rísa úr öidudalnum.
Heimildir, sem birtar hafa verið í
Bandaríkjunum, staðfesta glöggt
hina leynilegu hlutdeild bandarískra
viðskiptahagsmuna og ríkisstjórnar-
innar í samsærinu gegn Allende.
Minnisgreinar frá fundi, sem Nixon
forseti boðaði til í Hvíta húsinu 15.
september 1970, leiða þetta
sérstaklega skýrt í ljós, en hann sóttu
Henry Kissinger, ráðgjafi forsetans í
öryggismálum, Richard Helms,
yfirmaður CIA og John Mitchell,
dómsmálaráðherra. Á fundinum gaf
Helms yfirlit yfir þær ábendingar,
sem forsetinn og þjóðaröryggisráðið
hefðu gefið CIA.
,,Við verðum að bjarga Chile,
jafnvel þótt líkurnarséu aðeins 10%.