Úrval - 01.02.1979, Page 18
16
ÚRVAL
A afskekktri þokuströnd fann aldraður vísindamaður og
skáld kraftaverk sakleysisins.
REFURINN OG
MANNFRÆÐINGURINN
— Lorcn Eisclcy —
*
1 Þ * *
* *
***** ETTA hófst síðla dags,
sem fram að því hafði
verið helgaður venjuleg-
um vísindastörfum. Ég
gekk eftir afskekktri
strönd og kom að brotnum bátsbógi,
sem lá þarna að nokkru orpinn sandi,
yfírgefinn eftir duttlunga fornra
hafstrauma. Þokuslæða lyppaðist yfir
bátinn og síðan að mér og utan um
mig, eins og til að skoða mig. Ég varð
ekki smeykur, en fann með nokkurri
gremju að héðan átti ég ekki að fara
strax.
Hinn þelckti mannfræðingur Loren Eiseley lést
árið 1977. Síðasta árið sem hann lifði vaidi
hann nokkuð af verkum sínum til birtingar.
Meðfylgjandi kafli er úr þeim.
Svo ég settist og hvíldi bakið að
bátsflakinu. Mávur flaug hátt yfir, en
í kvörtunarhreim hans var eitthvað
sem beindist að öðm en honum
sjálfum. Ég lokaði augunum og lét
þokuúðann ýrast um andlit mér. Það
var eins og hugur minn smygi út úr
tímanum . . . égsofnaði.
ÞEGAR ÁG LOKS vaknaði var
þokunni að létta og dagur að rísa. Ég
hjúfraði mig inn í gærufrakkann og
horfði á dögunina snerta fyrst sjóinn,
síðan viðinn í bátnum sem ég sat
undir. Það var þá sem ég sá krafta-
verkið. Ég sá það af því ég lá á
sandinum, horfði ekki lengur með
mannlegum, uppréttum hroka niður
á náttúruna í kring um mig.
— Stytt úr Thc Star Throwcr —