Úrval - 01.02.1979, Blaðsíða 25
EINS OG FUGLINN FLEYGI
23
„Sviffluga er eins og vagga, sem
sérhver verðandi flugvélahönnuður
ætti að alast upp I. . . ”
Og í sannleika sagt, þá hefur
„sviffluguvaggan” fóstrað upp
frábæra flugvélahönnuði eins og
Jakovlev, Antonov, Tupolov og
geimskipahönnuðinn Korolev.
Sviffluea. sem komin ei á loft. ærti
samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar
að leita biatt aítui ul jarðar bn hér
kemur sú list til sögunnar að stjórna
svifflugu — hæfileiki flugmannsins,
ekki aðeins til þcss að halda sér á
lofti, heldur öðru hvoru að ná meiri
hæð og geta þannig svifið langar
Sergei Anokjin, tilrauna-
flugmaður, sem líklega hefur flogið
öllu, sem hægt er að fljúga, sagði:
,,Svifflugan var fyrirrennari
flugvélarinnar. En við höfum ekki
hætt siglingum okkur til
skemmtunar, vegna þess eins að til
eru vélbátar.”
Ikarusar 20. aldannnar
Svifflugan líður á vængjum sínum
niður „hæðina” eftir mjúkum slakka,
loftið veitir henni stuðning. Á
hundrað kílómetra hraða á klukku-
stund er loftið jafn þétt og fjaður-
magnað eins og vatn.
vegalengdir. Svifflugmaður verður að
vita af uppstreymi og lóðréttum loft-
straumum, sem myndast nærri jörðu
vegna mishitunar yfirborðs jarðar.
Flugið, allt frá flugtaki til
iendingar, er skapandi athöfn, keðja
óundirbúinna athafna. Stjórnandi
svifflugu er allt í senn, flugmaður,
siglingafræðingur, loftskeytamaður
og veðurfræðingur (Það er engin
tilviljun, að sumir bestu
svifflugmenn heims er veður-
fræðingar að atvinnu). Svifflugmaður
þarf alltaf að leysa vandamál, þar sem
vissir þættir eru óþekktir.