Úrval - 01.02.1979, Síða 54
52
ÚRVAL
Þegar eftirlœtisheimilisstjórinn er farinn til Skrifstofu-
lands, þarf að hreyta skipulaginu.
„HJÁLP!
MAMMA ER FARIN
AÐVINNA LJTI!”
— Erma Brombcck —
G lá á hnjánum eitt
(í) kvöldið og hélt koju-
.'i' botninum upp með rass-
vfc inum meðan ég reyndi
kK að stýra krækjunum aftur
í götin. ,,Hvað ertu að gera þarna?”
spurði maðurinn minn.
,,Lengja líf mitt,” svaraði ég
snúðugt. (Ég hafði lesið breska
læknaskýrslu sem sýndi að heimiiis-
störfin væru leyndardómurinn að
baki langlífi kvenna.)
,,Þú færð lausa skrúfu af því að
vera alltaf heima,” sagði hann. ,,Þú
ættir að fara meira út á milli manna.
Þegar þú ert búin að þessu, skaltu
gera eitthvað sem þig hefur alltaf
langað að gera.”
Ég settist á hækur mér og
hugsaði. Það sem mig hafði alltaf
langað að gera var að hlaupast að
heiman. Þið þekkið þessa tilfinningu.
Þegar maður hefur verið í hálfs
mánaðar megrunarkúr og þyngst um
eitt og hálft kíló. Þegar maður hættir
lífinu til að komast á rúmfataútsöl-
una og finnur að allt er uppselt nema
tvíbreið sængurver, einföld lök til að
smeygja utan um dýnuna og yfirstærð
af koddaverum. Og þegar maður er
hreint að gefast upp.
Svo sá ég blaðagrein sem hét
,,Kona nútímans er á ferðinni.” Yfir
greininni var mynd af íturvaxinni
ljósku í miðjum hópi karlmanna í
*
*
*
*
— Stytt úr ,,If Lifc Is a Bowl of Chcrrics — What Am I Doing in thc Pit.s?” —