Úrval - 01.02.1979, Page 65
MEÐ ÁSTARKVEÐJU TIL RÚSSNESKRAR TENGDAMÖMMU
63
TENGDAMÖMMU
mér ljóst hvers vegna hún hafði hætt
á að breyta til, og hve mikil virði við
vorum henni.
Við kölluðum bæði til hennar,
Tanja, konan mín, og ég, en hún var
svo spennt, að hún heyrði ekki til
okkar. Allt í einu brast þolinmæði
tveggja ára sonar okkar. Hróp hans (á
rússnesku): „Amma, amma, ég er
hér,” drukknuðu næstum í dyn
flugstöðvarinnar, en náðu þegarí stað
eyrum Serafímu Gavrílóvnu. Án þess
að efast eitt andartak um hvaða
ömmu hrópað var á, tók hún á rás í
áttina á hljóðið.
Þótt Serafima Gavrílóvna virðist
dagfarslega hlédræg, berst hún eins
og ljón við óttann þegar henni þykir
þess við þurfa. Hún bauð hættunni
byrginn, þegar ég hitti hana fyrst.
Það var 1959, á Krjústjoffstímanum,
þegar sérhver vestrænn gestur austan
hafs var enn stimplaður að minnsta
kosti mögulegur njósnari. Það var
ekki einn rússi af hundrað þúsund,
sem hleypti útlendingi, ég tala nú
ekki um ameríkana, inn yfir
þröskuldinn hjá sér. Eg hafði hitt
Tönju, sem þá var 16 ára, á sýningu í
Bandaríkjunum, þar sem ég var