Úrval - 01.02.1979, Qupperneq 68
66
ÚRVAL
Þegar Serafíma Gavrílóvna hafði
komið sér fyrir í litla herberginu, sem
við ætluðum henni, tók hún að afla
sér vina. Margar þeirra voru líka
rússneskar mæður af hennar eigin
kynslóð. Þegar hún fer að bera fram
ostinn, ávextina og kökurnar til að
leggja á borð fyrir rússneskt teboð,
finn ég mér eitthvað til erindis út.
Þegar öllu er á botninn hvolft hafði
hún verið fullkomlega sjálfstæð sem
læknir í Rússlandi, og hún á það
skilið að fá að minnsta kosti
einhvern ríma ráðrúm til að ráða ein
sínum ríkjum.
Samt gerir hún það að eindregnu
skilyrði, að ég komi aftur áður en
samkvæmi hennar er lokið. Það þarf
ekki mikið innsæi til að skilja hvers
vegna: Hún vill fá að sína vinkonum
sínum mig. Ég hef komist að því, að
einnig á þeirra heimilum er mikið
lagt upp úr húsbóndanum í húsinu
— gamaldags hugsunarháttur, sem
ég hafði ekki átt von á að finna á
minni ævi.
Hvers vegna er ristaða brauðið hans
svona þunnt smurt? hvíslar Serafíma
Gavrílóvna ofurlágt að Tönju áður en
ég kem í morgunmat. Og hvernig
stendur á því, að maður (hún meinar
„höfuð fjölskyldurnnar, sem við öll
reiðum okkur á”) sem vinnur svona
mikið, fær svona lítinn kjötbita út í
súpuna sína? Þó ég viti, að hún
myndi vera jafn stolt með hvern
þann, sem Tanja hefði gengið að
eiga, fer ekki hjá því að ég finni
svolítið til mín af þessu.
Þótt hún sé stöðugt á verði gegn
því að við eyðum fé á hana, nýtur
hún þess að koma með okkur á
kínverska, indverska og aðra
,,framandi” veitingastaði. Þess konar
kvölda nýtur hún til hins ítrasta, allt
frá skreytingu húsakynnanna til
kryddilmsins og „óvenjulegra”
líkjöra eftir matinn. Og þar sem það
eru svo margar tegundir matvæla,
sem hún hefur aldrei séð nema í
sögum, finnst henni töluverðum
áfanga náð í hvert skipti, sem hún
smakkar eitthvað af þessu.
Hún er líka ævintýragjörn á einn
annan hátt. Þar sem við vissum hve
siðsöm Serafíma Gavrílóvna er,
reyndum við fyrstu mánuðin að
lempa hana frá sjónvarpinu í hvert
sinn sem eitthvað „djarft” var sýnt á
síðkvöldum. En eitt kvöldið, þegar
við komum heim, fundum við hana
niðursokkna í að horfa á kvikmynd
um klúra, ameríska dansa. Þessi dans
var mörg ljósár frá venjulegum
þjóðdönsum Moskvusjónvarpsins, en
samt brosti Serafíma Gavrílóvna eins
og amma, sem stendur barnabörnin
sína að því að aðhafast eitthvað sem
jaðrar við að vera óþekkt en er samt
stórkostlega frumlegt. Síðan flýtir
hún sér alltaf að sjónvarpinu þegar
við segjum henni að nú eigi að fara að
sýnaeitthvað „litskrúðugt.”
En ekkert getur til lengdar beint
athygli hennar frá Gregory. Hugur
hennar, vakinn og sofínn, er stöðugt
hjá honum, og það er ástæðan til þess
að við öll köllum hana „ömmu”. Að