Úrval - 01.02.1979, Qupperneq 68

Úrval - 01.02.1979, Qupperneq 68
66 ÚRVAL Þegar Serafíma Gavrílóvna hafði komið sér fyrir í litla herberginu, sem við ætluðum henni, tók hún að afla sér vina. Margar þeirra voru líka rússneskar mæður af hennar eigin kynslóð. Þegar hún fer að bera fram ostinn, ávextina og kökurnar til að leggja á borð fyrir rússneskt teboð, finn ég mér eitthvað til erindis út. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði hún verið fullkomlega sjálfstæð sem læknir í Rússlandi, og hún á það skilið að fá að minnsta kosti einhvern ríma ráðrúm til að ráða ein sínum ríkjum. Samt gerir hún það að eindregnu skilyrði, að ég komi aftur áður en samkvæmi hennar er lokið. Það þarf ekki mikið innsæi til að skilja hvers vegna: Hún vill fá að sína vinkonum sínum mig. Ég hef komist að því, að einnig á þeirra heimilum er mikið lagt upp úr húsbóndanum í húsinu — gamaldags hugsunarháttur, sem ég hafði ekki átt von á að finna á minni ævi. Hvers vegna er ristaða brauðið hans svona þunnt smurt? hvíslar Serafíma Gavrílóvna ofurlágt að Tönju áður en ég kem í morgunmat. Og hvernig stendur á því, að maður (hún meinar „höfuð fjölskyldurnnar, sem við öll reiðum okkur á”) sem vinnur svona mikið, fær svona lítinn kjötbita út í súpuna sína? Þó ég viti, að hún myndi vera jafn stolt með hvern þann, sem Tanja hefði gengið að eiga, fer ekki hjá því að ég finni svolítið til mín af þessu. Þótt hún sé stöðugt á verði gegn því að við eyðum fé á hana, nýtur hún þess að koma með okkur á kínverska, indverska og aðra ,,framandi” veitingastaði. Þess konar kvölda nýtur hún til hins ítrasta, allt frá skreytingu húsakynnanna til kryddilmsins og „óvenjulegra” líkjöra eftir matinn. Og þar sem það eru svo margar tegundir matvæla, sem hún hefur aldrei séð nema í sögum, finnst henni töluverðum áfanga náð í hvert skipti, sem hún smakkar eitthvað af þessu. Hún er líka ævintýragjörn á einn annan hátt. Þar sem við vissum hve siðsöm Serafíma Gavrílóvna er, reyndum við fyrstu mánuðin að lempa hana frá sjónvarpinu í hvert sinn sem eitthvað „djarft” var sýnt á síðkvöldum. En eitt kvöldið, þegar við komum heim, fundum við hana niðursokkna í að horfa á kvikmynd um klúra, ameríska dansa. Þessi dans var mörg ljósár frá venjulegum þjóðdönsum Moskvusjónvarpsins, en samt brosti Serafíma Gavrílóvna eins og amma, sem stendur barnabörnin sína að því að aðhafast eitthvað sem jaðrar við að vera óþekkt en er samt stórkostlega frumlegt. Síðan flýtir hún sér alltaf að sjónvarpinu þegar við segjum henni að nú eigi að fara að sýnaeitthvað „litskrúðugt.” En ekkert getur til lengdar beint athygli hennar frá Gregory. Hugur hennar, vakinn og sofínn, er stöðugt hjá honum, og það er ástæðan til þess að við öll köllum hana „ömmu”. Að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.