Úrval - 01.02.1979, Side 80
78
ÚRVAL
Lifshættir þínir geta skert lífslíkurnar verulega. Ný tækni
hefur orðið til þess að örfa menn til að snúa dæminu við
— og jafnvel með ávinningi í hina áttina.
FJÖLGAÐU
ÆVIÁRUNUM
C. P. Gilmore —
"Á'ÁMiÁÁ) Ú ferð 1 læknisskoðun.
Cv „Það er ekkert alvarlegt
>!<- að þér,” segir læknirinn.
,,En þú ættir að fara
*
•L * Þ
*
ík&yk/kítc Eetur með þig. Hættu
að reykja, náðu af þér fáeinum
kílóum, stundaðu líkamsæfingar og
drekktu minna.”
,,Sjálfsagt,” segir þú, en undir
niðri veistu að þú gerir þetta ekki allt
saman.
Hljðmar þetta kunnuglega? Því
miður er þetta algengasta sagan. En
nú eru læknar farnir að beita
árangursríkari tækni til þess að fá
okkur sjúklingana til að haga okkur
betur, í okkar eigin þágu. Þetta er
kallað heilsu-áhættumat, og á síðasta
ári nutu yfir 200 þúsund sjúklingar
góðs af því. *
Heilsu-áhættumatið er unnið á
eftirfarandi hátt: Þú byrjar heimsókn
þína til læknisins með því að fylla út
nákvæma skýrslu — aldur, þyngd,
persónulega sjúkrasögu og arfgenga
sjúkrasögu og svo framvegis. Það er
líka spurt um reykingar, drykkju og
likamsþjálfun. Einnig er spurt um
hve marga kílómetra þú akir á ári og
hve oft þú notir öryggisbeltin.
Kvenfólk er spurt spurninga sem
miðast að því að ákvarða líkurnar á
Hcr cr vitaskuld átt við hcimaland
höfúndarins, Bandaríkin.